Íslenski boltinn

Óskar Örn frábær gegn sínum gömlu félögum | Myndsyrpa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óskar Örn með boltann á tánum á KR-vellinum í dag.
Óskar Örn með boltann á tánum á KR-vellinum í dag. Mynd / Daníel
KR-ingar unnu sannfærandi 4-1 sigur gegn lömuðu liði Grindavíkur í leik liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. KR-ingar eru einu stigi frá toppnum eftir sigurinn en Grindvíkingar enn án sigurs í botnsæti deildarinnar.

Það var fyrrum leikmaður Grindvíkinga, Óskar Örn Hauksson, sem átti enn einn stórleikinn í röndóttum KR-búningnum. Óskar Örn átti þátt í þremur af fjórum mörkum heimamanna sem léku við hvern sinn fingur í dag.

Bið Guðjóns Þórðarsonar eftir 100. sigrinum í efstu deild lengsti og það gerir einnig bið Grindvíkinga eftir fyrsta sigrinum í deildinni í sumar.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kom við í Vesturbænum í dag og tók þessar myndir.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Grindavík 4-1

KR vann öruggan 4-1 sigur á Grindavík á heimavelli sínum í Frostaskjólinu í dag. KR var mun betri aðilinn í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og hefðu hæglega getað unnið enn stærri sigur á lélegu Grindavíkurliði sem enn er án sigurs í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×