Fótbolti

Iniesta besti leikmaður EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Spánverjinn Andres Iniesta hefur verið útnefndur besti leikmaður EM í Úkraínu og Póllandi sem lauk í gær með sigri spænska landsliðsins á því ítalska í úrslitaleiknum, 4-0.

Ellefu manna nefnd hefur valið 23 manna úrvalshóp mótsins og eru tíu Spánverjar í honum. Steven Gerrard er sá eini úr enska landsliðinu sem kemst í hópinn.

Xavi var valinn bestur árið 2008 og var frábær í úrslitaleiknum gegn Ítölum í gær, eins og svo margir aðrir í spænska landsliðinu.

Zlatan Ibrahimovic komst einnig í úrvalshópinn en flestir koma leikmennirnir frá liðum sem komust í undanúrslit keppninnar.

Markverðir: Gianluigi Buffon (Ítalíu), Iker Casillas (Spáni), Manuel Neuer (Þýskalandi).

Varnarmenn: Gerard Pique (Spáni), Fabio Coentrao (Portúgal), Philipp Lahm (Þýskalandi), Sergio Ramos (Spáni), Pepe (Portúgal), Jordi Alba (Spáni).

Miðvallarleikmenn: Daniele De Rossi (Ítalíu), Steven Gerrard (Englandi). Xavi (Spáni), Andres Iniesta (Spáni), Sami Khedira (Þýskalandi), Sergio Busquets (Spáni), Mesut Ozil (Þýskalandi), Andrea Pirlo (Ítalíu), Xabi Alonso (Spáni), David Silva (Spáni), Cesc Fabregas (Spáni).

Framherjar: Cristiano Ronaldo (Portúgal), Mario Balotelli (Ítalíu), Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×