Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 10. umferð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fimm leikir fóru fram í 10. umferð Pepsi-deildar karla í gær en hér má sjá öll mörkin sem skoruð voru í umferðinni.

Leikur FH og ÍBV frestaðist vegna þátttöku liðanna í forkeppni Evrópudeildar Evrópu en þess fyrir utan var nóg um að vera í Pepsi-deildinni.

KR komst á toppinn með naumum 2-1 sigri á Fylki og þá vann Grindavík sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið lagði Val, 2-0. Þetta var um leið 100. sigur Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara Grindavíkur, í efstu deild.

Keflavík vann sannfærandi 4-0 sigur á Breiðabliki, Fram lagði lánlausa Skagamenn, 2-0, og Stjarnan vann 3-1 sigur á Selfossi á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×