Fótbolti

Hope Solo með magnaða markvörslu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bandaríski markvörðurinn Hope Solo átti tilþrif leiksins í landsleik Bandaríkjanna og Kanada vestanhafs í gærkvöldi.

Bandaríska liðið hafði 1-0 sigur á erkifjendum sínum en tæpt stóð það. Í viðbótartíma fyrri hálfleiks átti leikmaður Kanada skot fyrir utan teig. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Bandaríkjanna og breytti um stefnu.

Solo var kominn í hornið en náði á ótrúlegan hátt að snúa við og bjarga marki. Tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×