Herdís gagnrýnir stjórnmálaprófessor harðlega VG skrifar 28. júní 2012 10:35 Herdís Þorgeirsdóttir. Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðanda gagnrýnir orð Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem sagði í viðtali við RÚV á þriðjudaginn, að opið bókhald frambjóðenda væri merkingarlítið þar sem upplýsingarnar yrðu ekki sannreyndar af Ríkisendurskoðanda fyrr en eftir kosningar. Hann benti jafnframt á að krafa annarra frambjóðanda um að opna bókhaldið væri eðlileg taktík fyrir þá sem hafa minna fé milli handanna í kosningunum og til þess fallið að snúa veikleikum slíkra frambjóðanda í styrk. Herdís hafnar þessu í tilkynningu sem kosningastjórn Herdísar sendi frá sér. Þannig segir orðrétt: „Þessu hafnar Herdís Þorgeirsdóttir og telur staðhæfingar prófessorsins ekki standast neina skoðun þegar í ljósi þess að slíkar upplýsingar sæta eftirliti Ríkisendurskoðunar." Þá er vitnað í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem meðal annar segir að: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Herdís hefur opnað bókhald sitt. Það hefur Ólafur Ragnar Grímsson einnig gert auk þess sem hann hefur sundurliðað kostnaðinn við baráttuna. Þóra Arnórsdóttir hefur gefið upp heildarkostnað vegna auglýsinga, sem voru tæpar tvær milljónir. Þá sagðist hún hafa safnað tólf milljónum í styrki, þar af voru fimm styrkir yfir 200 þúsund krónur. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi birti nýlega yfirlitið yfir kostnaðinn í baráttunni. Hann hefur ekki þegið neina styrki en heildarkostnaður hans vegna framboðsins er rétt rúm milljón króna. Meðal annars eyddi hann tæplega 240 þúsund krónur í viðburðarfyrirtækið Silent og hundrað þúsund krónum í kynningarmyndband á ÍNNTV. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu kosningastjórnar Herdísar:Í fréttum Ríkisútvarpsins 26. júní 2012 kemur fram að: "Prófessor í stjórnmálafræði segir það hafa litla þýðingu að opna bókhald forsetaframbjóðenda fyrir kosningar." Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis segir að: "Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins." og að: "Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Í könnun Capacent Gallup frá september 2010 kemur fram að um 80% landsmanna eru andvígir því að framboðum sé heimilt að taka við fjárframlögum frá einstaklingum án þess að nafn þess sem veitir styrkinn sé gefið upp. Krafa Herdísar er því samhljóða kröfu þjóðarinnar um opið bókhald á stjórnmálavettvangi. Bókhald er ekki opnað með því að gefa einungis upp heildarfjárhæð framlaga. Bókhald er ekki opnað með því að gefa aðeins upp í hvað peningarnir fara. Það sem 80% landsmanna vilja eru upplýsingar um hverjir leggja fram fé til framboða. Slíkar upplýsingar hafa einungis raunhæfa þýðingu fyrir kjósendur ef þær eru lagðar fram fyrir kjördag. Herdís Þorgeirsdóttir hefur opnað bókhald framboðs síns og þar með brugðist markvisst við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis. Gegnsæi um fjármál forsetaframboða er forsenda fyrir því að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun þegar þeir velja á milli frambjóðenda. Það hefur því mikla þýðingu að allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fyrir kosningar við kröfu þorra þjóðarinnar um að opna bókhald sitt. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðanda gagnrýnir orð Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem sagði í viðtali við RÚV á þriðjudaginn, að opið bókhald frambjóðenda væri merkingarlítið þar sem upplýsingarnar yrðu ekki sannreyndar af Ríkisendurskoðanda fyrr en eftir kosningar. Hann benti jafnframt á að krafa annarra frambjóðanda um að opna bókhaldið væri eðlileg taktík fyrir þá sem hafa minna fé milli handanna í kosningunum og til þess fallið að snúa veikleikum slíkra frambjóðanda í styrk. Herdís hafnar þessu í tilkynningu sem kosningastjórn Herdísar sendi frá sér. Þannig segir orðrétt: „Þessu hafnar Herdís Þorgeirsdóttir og telur staðhæfingar prófessorsins ekki standast neina skoðun þegar í ljósi þess að slíkar upplýsingar sæta eftirliti Ríkisendurskoðunar." Þá er vitnað í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem meðal annar segir að: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Herdís hefur opnað bókhald sitt. Það hefur Ólafur Ragnar Grímsson einnig gert auk þess sem hann hefur sundurliðað kostnaðinn við baráttuna. Þóra Arnórsdóttir hefur gefið upp heildarkostnað vegna auglýsinga, sem voru tæpar tvær milljónir. Þá sagðist hún hafa safnað tólf milljónum í styrki, þar af voru fimm styrkir yfir 200 þúsund krónur. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi birti nýlega yfirlitið yfir kostnaðinn í baráttunni. Hann hefur ekki þegið neina styrki en heildarkostnaður hans vegna framboðsins er rétt rúm milljón króna. Meðal annars eyddi hann tæplega 240 þúsund krónur í viðburðarfyrirtækið Silent og hundrað þúsund krónum í kynningarmyndband á ÍNNTV. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu kosningastjórnar Herdísar:Í fréttum Ríkisútvarpsins 26. júní 2012 kemur fram að: "Prófessor í stjórnmálafræði segir það hafa litla þýðingu að opna bókhald forsetaframbjóðenda fyrir kosningar." Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis segir að: "Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins." og að: "Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Í könnun Capacent Gallup frá september 2010 kemur fram að um 80% landsmanna eru andvígir því að framboðum sé heimilt að taka við fjárframlögum frá einstaklingum án þess að nafn þess sem veitir styrkinn sé gefið upp. Krafa Herdísar er því samhljóða kröfu þjóðarinnar um opið bókhald á stjórnmálavettvangi. Bókhald er ekki opnað með því að gefa einungis upp heildarfjárhæð framlaga. Bókhald er ekki opnað með því að gefa aðeins upp í hvað peningarnir fara. Það sem 80% landsmanna vilja eru upplýsingar um hverjir leggja fram fé til framboða. Slíkar upplýsingar hafa einungis raunhæfa þýðingu fyrir kjósendur ef þær eru lagðar fram fyrir kjördag. Herdís Þorgeirsdóttir hefur opnað bókhald framboðs síns og þar með brugðist markvisst við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis. Gegnsæi um fjármál forsetaframboða er forsenda fyrir því að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun þegar þeir velja á milli frambjóðenda. Það hefur því mikla þýðingu að allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fyrir kosningar við kröfu þorra þjóðarinnar um að opna bókhald sitt.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira