Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Stjarnan 2-2 Kristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli skrifar 11. júní 2012 15:32 Mynd/ernir Jafnt var með liðum í baráttuleik Breiðabliks og Stjörnunnar í Kópavoginum í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Bæði liðin fengu ágætis færi til að stela sigrinum en jafntefli var sanngjörn niðurstaða. Báðum liðum var spáð toppbaráttu fyrir mótið og var mikilvægt fyrir Blika að tapa ekki í kvöld til að verða ekki eftir í baráttu sinni við Blika og Þór/KA. Liðin skiptust á færum fyrstu mínúturnar en það voru gestirnir úr Garðabænum sem skoruðu fyrsta markið, þar var að verki Ashley Bares með glæsilegt skot utan af velli sem Birna réði ekki við. Það reyndist þó vera vakning fyrir Blikana sem svöruðu um hæl, þær skoruðu tvö mörk á aðeins fimm mínútna kafla. Fyrra markið skoraði Björk Gunnarsdóttir eftir góða sendingu frá Hlín Gunnlaugsdóttir. Hlín skoraði svo annað mark Blika í leiknum, eftir góðan sprett frá Fanndísi Friðriksdóttir náðu leikmenn Stjörnunnar ekki að hreinsa lengra en í fætur Hlínar fyrir utan teiginn sem lagði boltann í fjærhornið. Staðan var 2-1 fyrir Blika í hálfleik en Stjarnan náði að svara fljótlega í seinni hálfleik, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir átti þá aukaspyrnu sem endaði í netinu en Blikarnir voru ósáttir með dómgæsluna, þeim fannst brotið á markmanni sínum í markinu. Engin fleiri mörk litu dagsins ljós þótt oft hefðu liðin komist nálægt. Hinsvegar átti dómari leiksins eftir að rífa spjöldin ansi oft upp úr vasanum vegna hörku leikmanna. Bæði lið enduðu með 10 leikmenn inná og alls fóru 11 spjöld á loft.Önnur úrslit:FH-KR 2-1 Sigmundína Þorgrímsdóttir, Bryndís Jóhannesdóttir - Alma Rut Garðarsdóttir (víti)Fylkir-Valur 0-4 - Rakel Logadóttir 2, Elín Metta Jensen, Laufey Björnsdóttir. Upplýsingar um markaskorara: urslit.net. Birna: Leiðinlegt að stoppa trekk í trekkmynd/ernir„Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið spjaldaleikur," sagði Birna Kristjánsdóttir, markmaður Breiðabliks eftir leikinn. „Það er náttúrulega leiðinlegt þegar gott spil er stoppað með smá peysutogi, það verður að vera hægt að halda áfram þá." „Þetta var mjög skemmtilegur leikur hinsvegar, við fundum fyrir miklum stuðningi í stúkunni í kvöld og það var sífellt eitthvað að gerast. Það var mjög gaman að spila þennan leik, ég hefði þó viljað sjá okkur klára hann." Birna var þó sátt að hafa ekki tapað þessum leik og hellst eilítið úr lestinni í toppbaráttunni. „Þetta skiptir gríðarlega máli, ef við hefðum tapað leiknum hefðum við gert okkur erfitt fyrir. Með einu stigi erum við ennþá í þessu og núna verðum við bara að reyna að safna sem flestum stigum það sem eftir er og sjá hvað það skilar okkur," sagði Birna. Anna: Þekkjum þessa baráttumynd/ernir„Það er ekki slæmt að koma hingað og fá stig, þetta er erfiður útivöllur," sagði Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. „Það var mikil barátta hérna í kvöld, tvö rauð spjöld og ég missti töluna yfir fjöldann á gulu spjöldunum en það er gott að vita að við fórum ekki tómhentar heim." „Þetta verður jafnt mót í ár, við vissum að þær væru með mjög sterka sókn og við þurftum að gæta þess. Bæði liðin vörðust vel og baráttan varð svolítið ofan á gæðum fótboltans." Liðin halda í sæti sín eftir leikinn, Stjarnan er í 2. sæti með 13 stig á meðan Breiðablik er sætinu fyrir neðan með 10 stig. „Mótið er rétt að byrja og við tökum bara fyrir einn leik í einu. Titilinn í fyrra hvetur okkur áfram, við þekkjum núna hvað það þarf í þessa baráttu," sagði Anna. Rakel: Fannst engin stjórn á leiknummynd/ernir„Ég er mjög svekkt að hafa ekki náð þremur stigum hérna í kvöld, mér fannst við vilja þetta meira í kvöld," sagði Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks eftir leikinn. „Ég þarf að sjá þetta jöfnunarmark aftur, við skoruðum nákvæmlega eins mark í fyrri hálfleik sem dómarinn dæmdi af en hann leyfði þessu að fljóta." Mikið var um spjöld í leiknum og voru bæði liðin að berjast af hörku. „Mér fannst engin stjórn vera á þessum leik, þetta var alveg fáránlegt um tíma. Mér finnst ekki skemmtilegt að spila þegar það er alltaf verið að flauta svona en það þarf náttúrulega að passa öryggi leikmanna," sagði Rakel. Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Jafnt var með liðum í baráttuleik Breiðabliks og Stjörnunnar í Kópavoginum í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Bæði liðin fengu ágætis færi til að stela sigrinum en jafntefli var sanngjörn niðurstaða. Báðum liðum var spáð toppbaráttu fyrir mótið og var mikilvægt fyrir Blika að tapa ekki í kvöld til að verða ekki eftir í baráttu sinni við Blika og Þór/KA. Liðin skiptust á færum fyrstu mínúturnar en það voru gestirnir úr Garðabænum sem skoruðu fyrsta markið, þar var að verki Ashley Bares með glæsilegt skot utan af velli sem Birna réði ekki við. Það reyndist þó vera vakning fyrir Blikana sem svöruðu um hæl, þær skoruðu tvö mörk á aðeins fimm mínútna kafla. Fyrra markið skoraði Björk Gunnarsdóttir eftir góða sendingu frá Hlín Gunnlaugsdóttir. Hlín skoraði svo annað mark Blika í leiknum, eftir góðan sprett frá Fanndísi Friðriksdóttir náðu leikmenn Stjörnunnar ekki að hreinsa lengra en í fætur Hlínar fyrir utan teiginn sem lagði boltann í fjærhornið. Staðan var 2-1 fyrir Blika í hálfleik en Stjarnan náði að svara fljótlega í seinni hálfleik, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir átti þá aukaspyrnu sem endaði í netinu en Blikarnir voru ósáttir með dómgæsluna, þeim fannst brotið á markmanni sínum í markinu. Engin fleiri mörk litu dagsins ljós þótt oft hefðu liðin komist nálægt. Hinsvegar átti dómari leiksins eftir að rífa spjöldin ansi oft upp úr vasanum vegna hörku leikmanna. Bæði lið enduðu með 10 leikmenn inná og alls fóru 11 spjöld á loft.Önnur úrslit:FH-KR 2-1 Sigmundína Þorgrímsdóttir, Bryndís Jóhannesdóttir - Alma Rut Garðarsdóttir (víti)Fylkir-Valur 0-4 - Rakel Logadóttir 2, Elín Metta Jensen, Laufey Björnsdóttir. Upplýsingar um markaskorara: urslit.net. Birna: Leiðinlegt að stoppa trekk í trekkmynd/ernir„Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið spjaldaleikur," sagði Birna Kristjánsdóttir, markmaður Breiðabliks eftir leikinn. „Það er náttúrulega leiðinlegt þegar gott spil er stoppað með smá peysutogi, það verður að vera hægt að halda áfram þá." „Þetta var mjög skemmtilegur leikur hinsvegar, við fundum fyrir miklum stuðningi í stúkunni í kvöld og það var sífellt eitthvað að gerast. Það var mjög gaman að spila þennan leik, ég hefði þó viljað sjá okkur klára hann." Birna var þó sátt að hafa ekki tapað þessum leik og hellst eilítið úr lestinni í toppbaráttunni. „Þetta skiptir gríðarlega máli, ef við hefðum tapað leiknum hefðum við gert okkur erfitt fyrir. Með einu stigi erum við ennþá í þessu og núna verðum við bara að reyna að safna sem flestum stigum það sem eftir er og sjá hvað það skilar okkur," sagði Birna. Anna: Þekkjum þessa baráttumynd/ernir„Það er ekki slæmt að koma hingað og fá stig, þetta er erfiður útivöllur," sagði Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. „Það var mikil barátta hérna í kvöld, tvö rauð spjöld og ég missti töluna yfir fjöldann á gulu spjöldunum en það er gott að vita að við fórum ekki tómhentar heim." „Þetta verður jafnt mót í ár, við vissum að þær væru með mjög sterka sókn og við þurftum að gæta þess. Bæði liðin vörðust vel og baráttan varð svolítið ofan á gæðum fótboltans." Liðin halda í sæti sín eftir leikinn, Stjarnan er í 2. sæti með 13 stig á meðan Breiðablik er sætinu fyrir neðan með 10 stig. „Mótið er rétt að byrja og við tökum bara fyrir einn leik í einu. Titilinn í fyrra hvetur okkur áfram, við þekkjum núna hvað það þarf í þessa baráttu," sagði Anna. Rakel: Fannst engin stjórn á leiknummynd/ernir„Ég er mjög svekkt að hafa ekki náð þremur stigum hérna í kvöld, mér fannst við vilja þetta meira í kvöld," sagði Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks eftir leikinn. „Ég þarf að sjá þetta jöfnunarmark aftur, við skoruðum nákvæmlega eins mark í fyrri hálfleik sem dómarinn dæmdi af en hann leyfði þessu að fljóta." Mikið var um spjöld í leiknum og voru bæði liðin að berjast af hörku. „Mér fannst engin stjórn vera á þessum leik, þetta var alveg fáránlegt um tíma. Mér finnst ekki skemmtilegt að spila þegar það er alltaf verið að flauta svona en það þarf náttúrulega að passa öryggi leikmanna," sagði Rakel.
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira