Íslenski boltinn

Jósef Kristinn mögulega frá út tímabilið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Vilhelm
Jósef Kristinn Jósefsson, vinstri bakvörður Grindvíkinga, verður mögulega frá keppni út yfirstandandi leiktíð. Jósef gekkt undir aðgerð vegna þrálátra hnémeiðsla í vikunni og óvíst með framhaldið.

Jósef segir í samtali við Fótbolti.net að speglun á hné í desember hafi ekki gengið nægilega vel. Nú hafi hann farið í opna aðgerð og voni það besta.

„Ég vona að tímabilið sé ekki búið en ég hef ekki hugmynd um það. Þetta kemur bara í ljós eftir nokkra daga," sagði Jósef Kristinn í samtali við Fótbolti.net.

Grindvíkingar sitja á botni Pepsi-deildar karla með þrjú stig og hafa enn ekki unnið leik. Fyrsti sigur sumarsins kom þó í hús í fyrrakvöld þegar liðið sló Keflavík út úr Borgunarbikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×