Sport

Hafdís fljótust í sprettunum | Tvö unglingamet hjá Hilmari Erni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar sigraði í 100 og 200 metra hlaupi kvenna á vormóti ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardal í gærkvöldi.

Hafdís hafði töluverða yfirburði í báðum greinum. Hún hljóp 100 metrana á 12,21 sekúndu og 200 metrana á 24,70 metra.

Trausti Stefánsson úr FH sigraði í 100 metra hlaupi karla. Trausti hljóp á 11,21 sekúndum og kom í mark rétt á undan Birni J. Þórssyni úr ÍR.

Hilmar Örn Jónsson úr ÍR setti unglingamet í flokki 16-17 ára utanhúss bæði í kúluvarpi og sleggjukasti. hilmar kastaði kúlunni 16,35 metra og bætti metið um rúman metra. Gamla metið, 15,03 metrar, átti Stefán Velemir frá því síðastliðið vor.

Í sleggjukastinu bætti Hilmar Örn sitt eigið met um tæpa átta metra. Hilmar Örn kastaði 69,24 metra en gamla metið, 61,88 metrar, setti Hilmar Örn síðastliðið haust.

Þá setti Sindri Lárusson úr ÍR unglingamet í flokki 18-19 ára í kúluvarpi. Sindri kastaði kúlunni 17,19 metra en gamla metið átti Örn Davíðsson í FH frá árinu 2009, 16,64 metra.

Öll úrslit mótsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×