Íslenski boltinn

Jóhann Birnir: Kannski búinn að fá of mörg M

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, segir að ákvörðun dómara leiksins gegn Val í kvöld um að sleppa vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti hafi breytt leiknum fyrir sína menn.

„Ég átti að fá víti rétt áður en þeir skora fyrsta markið. Ég var að fara fram fyrir Atla sem gaf mér olnbogaskot í andlitið. Ég var við það að taka boltann og markvörðurinn að hörfa aftur á línuna," sagði Jóhann, bersýnilega ósáttur, og með sprungna vör.

„Í staðinn fyrir fer ég út af til að fá aðhlynningu og þeir komast yfir. Leikurinn hafði verið í járnum og þetta skipti miklu máli. Ég ætla samt ekki að afsaka frammistöðu okkar eftir það - við litum út eins og höfuðlaus her. Við skitum einfaldlega í brækurnar."

Jóhann var ansi oft tekinn niður af Valsmönnum í leiknum. „Ég veit ekki af hverju. Kannski var ég búinn að fá of mörg M í Mogganum," sagði hann sposkur á svip.

Hér fyrir neðan má lesa umfjöllun og viðtöl úr leiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×