Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Selfoss 0-2 Kristján Óli Sigurðsson á Laugardalsvelli skrifar 21. maí 2012 16:26 Nýliðar Selfoss gerðu góða ferð yfir Hellisheiðina og niður í í Laugardal í kvöld. Þeir unnu þar góðan sigur gegn arfaslökum Frömurum í leik sem einkenndist af baráttu frekar en fagurri knattspyrnu. Fyrri hálfleikurinn var afskaplega tíðindalítill. Eina færi hans fékk Viðar Örn Kjartansson en hann skaut framhjá í sannkölluðu dauðafæri á markteig. Síðari hálfleikurinn hófst með látum og strax á 50. mínútu fengu Selfyssingar vítaspyrnu eftir að Ögmundur Kristinsson braut á Viðari Erni sem var sloppinn einn í gegn. Ögmundur heppinn að sleppa aðeins með tiltal frá annars góðum dómara leiksins Kristni Jakobssyni Viðar fór sjálfur á punktinn og skoraði af fádæma öryggi með því að senda Ögmund í rangt horn. Eftir þetta færðist smá líf í leik heimamanna án þess þó að skapa sér afgerandi marktækifæri. Eina alvöru færi þeirra fékk Samuel Hewson er hann skaut að marki en á línunni stóð Steven Lennon og fékk boltann í sig og bjargaði marki fyrir gestina. Það var svo á 88. mínútu að gestirnir gerðu út um leikinn. Varamaðurinn Joe Tillen spólaði sig í gegnum vörn Frammara og skaut að marki en Ögmundur varði án þess að halda boltanum og Tillen tók frákastið og skoraði af öryggi. Sanngjarn sigur Selfyssinga í höfn og þeir komnir upp í sjötta sæti deildarinnar en Frammarar komnir niður í það tíunda.Viðar Örn: Vorum betra liðið Besti maður vallarins í Laugardalnum í kvöld var sáttur í leiklok. „Ég meiddist illa á hné og var frá í 2 mánuði og er búinn að vera að koma inn á í þessum leikjum og það er gaman að fá að byrja leikinn. Koma hingað og sækja 3 dýrmæt stig,“ sagði Viðar kampakátur. "Mér fannst við betra liðið á vellinum og börðumst eins og ljón en það verðum við að gera í hverjum einasta leik ef við ætlum að fá eitthvað út úr honum,“ sagði Viðar að lokum.Ögmundur: Verðum að rífa okkur upp Markvörður Frammara Ögmundur Kristinsson var brúnarþungur í leikslok. „Þetta voru mikil vonbrigði. Við sköpuðum okkur engin færi og þess vegna fáum við ekkert úr þessum leik. Við verðum að rífa okkur upp af rassgatinu og sækja 3 stig í næsta leik á móti Breiðablik.“ Aðspurður hvort hann hafi verið heppinn að fá ekki rautt spjald í vítinu. „Þetta var aldrei rautt spjald og mér fannst Kiddi gera þetta vel.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Nýliðar Selfoss gerðu góða ferð yfir Hellisheiðina og niður í í Laugardal í kvöld. Þeir unnu þar góðan sigur gegn arfaslökum Frömurum í leik sem einkenndist af baráttu frekar en fagurri knattspyrnu. Fyrri hálfleikurinn var afskaplega tíðindalítill. Eina færi hans fékk Viðar Örn Kjartansson en hann skaut framhjá í sannkölluðu dauðafæri á markteig. Síðari hálfleikurinn hófst með látum og strax á 50. mínútu fengu Selfyssingar vítaspyrnu eftir að Ögmundur Kristinsson braut á Viðari Erni sem var sloppinn einn í gegn. Ögmundur heppinn að sleppa aðeins með tiltal frá annars góðum dómara leiksins Kristni Jakobssyni Viðar fór sjálfur á punktinn og skoraði af fádæma öryggi með því að senda Ögmund í rangt horn. Eftir þetta færðist smá líf í leik heimamanna án þess þó að skapa sér afgerandi marktækifæri. Eina alvöru færi þeirra fékk Samuel Hewson er hann skaut að marki en á línunni stóð Steven Lennon og fékk boltann í sig og bjargaði marki fyrir gestina. Það var svo á 88. mínútu að gestirnir gerðu út um leikinn. Varamaðurinn Joe Tillen spólaði sig í gegnum vörn Frammara og skaut að marki en Ögmundur varði án þess að halda boltanum og Tillen tók frákastið og skoraði af öryggi. Sanngjarn sigur Selfyssinga í höfn og þeir komnir upp í sjötta sæti deildarinnar en Frammarar komnir niður í það tíunda.Viðar Örn: Vorum betra liðið Besti maður vallarins í Laugardalnum í kvöld var sáttur í leiklok. „Ég meiddist illa á hné og var frá í 2 mánuði og er búinn að vera að koma inn á í þessum leikjum og það er gaman að fá að byrja leikinn. Koma hingað og sækja 3 dýrmæt stig,“ sagði Viðar kampakátur. "Mér fannst við betra liðið á vellinum og börðumst eins og ljón en það verðum við að gera í hverjum einasta leik ef við ætlum að fá eitthvað út úr honum,“ sagði Viðar að lokum.Ögmundur: Verðum að rífa okkur upp Markvörður Frammara Ögmundur Kristinsson var brúnarþungur í leikslok. „Þetta voru mikil vonbrigði. Við sköpuðum okkur engin færi og þess vegna fáum við ekkert úr þessum leik. Við verðum að rífa okkur upp af rassgatinu og sækja 3 stig í næsta leik á móti Breiðablik.“ Aðspurður hvort hann hafi verið heppinn að fá ekki rautt spjald í vítinu. „Þetta var aldrei rautt spjald og mér fannst Kiddi gera þetta vel.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira