Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Selfoss 0-2 Kristján Óli Sigurðsson á Laugardalsvelli skrifar 21. maí 2012 16:26 Nýliðar Selfoss gerðu góða ferð yfir Hellisheiðina og niður í í Laugardal í kvöld. Þeir unnu þar góðan sigur gegn arfaslökum Frömurum í leik sem einkenndist af baráttu frekar en fagurri knattspyrnu. Fyrri hálfleikurinn var afskaplega tíðindalítill. Eina færi hans fékk Viðar Örn Kjartansson en hann skaut framhjá í sannkölluðu dauðafæri á markteig. Síðari hálfleikurinn hófst með látum og strax á 50. mínútu fengu Selfyssingar vítaspyrnu eftir að Ögmundur Kristinsson braut á Viðari Erni sem var sloppinn einn í gegn. Ögmundur heppinn að sleppa aðeins með tiltal frá annars góðum dómara leiksins Kristni Jakobssyni Viðar fór sjálfur á punktinn og skoraði af fádæma öryggi með því að senda Ögmund í rangt horn. Eftir þetta færðist smá líf í leik heimamanna án þess þó að skapa sér afgerandi marktækifæri. Eina alvöru færi þeirra fékk Samuel Hewson er hann skaut að marki en á línunni stóð Steven Lennon og fékk boltann í sig og bjargaði marki fyrir gestina. Það var svo á 88. mínútu að gestirnir gerðu út um leikinn. Varamaðurinn Joe Tillen spólaði sig í gegnum vörn Frammara og skaut að marki en Ögmundur varði án þess að halda boltanum og Tillen tók frákastið og skoraði af öryggi. Sanngjarn sigur Selfyssinga í höfn og þeir komnir upp í sjötta sæti deildarinnar en Frammarar komnir niður í það tíunda.Viðar Örn: Vorum betra liðið Besti maður vallarins í Laugardalnum í kvöld var sáttur í leiklok. „Ég meiddist illa á hné og var frá í 2 mánuði og er búinn að vera að koma inn á í þessum leikjum og það er gaman að fá að byrja leikinn. Koma hingað og sækja 3 dýrmæt stig,“ sagði Viðar kampakátur. "Mér fannst við betra liðið á vellinum og börðumst eins og ljón en það verðum við að gera í hverjum einasta leik ef við ætlum að fá eitthvað út úr honum,“ sagði Viðar að lokum.Ögmundur: Verðum að rífa okkur upp Markvörður Frammara Ögmundur Kristinsson var brúnarþungur í leikslok. „Þetta voru mikil vonbrigði. Við sköpuðum okkur engin færi og þess vegna fáum við ekkert úr þessum leik. Við verðum að rífa okkur upp af rassgatinu og sækja 3 stig í næsta leik á móti Breiðablik.“ Aðspurður hvort hann hafi verið heppinn að fá ekki rautt spjald í vítinu. „Þetta var aldrei rautt spjald og mér fannst Kiddi gera þetta vel.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Nýliðar Selfoss gerðu góða ferð yfir Hellisheiðina og niður í í Laugardal í kvöld. Þeir unnu þar góðan sigur gegn arfaslökum Frömurum í leik sem einkenndist af baráttu frekar en fagurri knattspyrnu. Fyrri hálfleikurinn var afskaplega tíðindalítill. Eina færi hans fékk Viðar Örn Kjartansson en hann skaut framhjá í sannkölluðu dauðafæri á markteig. Síðari hálfleikurinn hófst með látum og strax á 50. mínútu fengu Selfyssingar vítaspyrnu eftir að Ögmundur Kristinsson braut á Viðari Erni sem var sloppinn einn í gegn. Ögmundur heppinn að sleppa aðeins með tiltal frá annars góðum dómara leiksins Kristni Jakobssyni Viðar fór sjálfur á punktinn og skoraði af fádæma öryggi með því að senda Ögmund í rangt horn. Eftir þetta færðist smá líf í leik heimamanna án þess þó að skapa sér afgerandi marktækifæri. Eina alvöru færi þeirra fékk Samuel Hewson er hann skaut að marki en á línunni stóð Steven Lennon og fékk boltann í sig og bjargaði marki fyrir gestina. Það var svo á 88. mínútu að gestirnir gerðu út um leikinn. Varamaðurinn Joe Tillen spólaði sig í gegnum vörn Frammara og skaut að marki en Ögmundur varði án þess að halda boltanum og Tillen tók frákastið og skoraði af öryggi. Sanngjarn sigur Selfyssinga í höfn og þeir komnir upp í sjötta sæti deildarinnar en Frammarar komnir niður í það tíunda.Viðar Örn: Vorum betra liðið Besti maður vallarins í Laugardalnum í kvöld var sáttur í leiklok. „Ég meiddist illa á hné og var frá í 2 mánuði og er búinn að vera að koma inn á í þessum leikjum og það er gaman að fá að byrja leikinn. Koma hingað og sækja 3 dýrmæt stig,“ sagði Viðar kampakátur. "Mér fannst við betra liðið á vellinum og börðumst eins og ljón en það verðum við að gera í hverjum einasta leik ef við ætlum að fá eitthvað út úr honum,“ sagði Viðar að lokum.Ögmundur: Verðum að rífa okkur upp Markvörður Frammara Ögmundur Kristinsson var brúnarþungur í leikslok. „Þetta voru mikil vonbrigði. Við sköpuðum okkur engin færi og þess vegna fáum við ekkert úr þessum leik. Við verðum að rífa okkur upp af rassgatinu og sækja 3 stig í næsta leik á móti Breiðablik.“ Aðspurður hvort hann hafi verið heppinn að fá ekki rautt spjald í vítinu. „Þetta var aldrei rautt spjald og mér fannst Kiddi gera þetta vel.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira