Íslenski boltinn

Úrslit dagsins í 1. deildinni | Quashie skoraði fyrir ÍR

Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi fékk sigur í fyrsta leik.
Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi fékk sigur í fyrsta leik.
Fyrsta umferðin í 1. deild karla fór fram í dag. Ólafur Jóhannesson, fyrrum landsliðsþjálfari, fer vel af stað með Hauka en þeir lögðu Tindastól á heimavelli.

Leiknismenn, undir stjórn Willums Þórs Þórssonar, töpuðu aftur á móti í fyrsta leik gegn Þór á Akureyri.

Sveinar Ólafs Þórðarsonar í Víkingi frá Reykjavík náðu svo ekki að skora á Ísafirði í dag. Það gerði aftur á móti Nigel Quashie, fyrrum leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni, með ÍR í dag.

Úrslit:

BÍ/Bolungarvík-Víkingur R.  0-0

Haukar-Tindastóll  2-0

Hilmar Trausti Arnarsson, Magnús Páll Gunnarsson.

ÍR-KA  3-2

Jón Gísli Ström, Nigel Quashie, Elvar Páll Sigurðsson - Guðmundur Óli Sigurðsson.

Víkingur Ó.-Fjölnir  1-1

Edin Beslija  - Ómar Hákonarson.

Þór-Leiknir  2-0

Sigurður Marinó Kristjánsson, Jóhann Helgi Hannesson.

Þróttur-Höttur 1-3

Karl Brynjar Björnsson - Högni Helgason, Elvar Þór Ægisson.

Upplýsingar um markaskorara fengnar frá urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×