Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi ekki lengur fjarlægur möguleiki Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. maí 2012 17:00 Evrópuþingið mun í næsta mánuði fjalla um lagareglur sem heimila Evrópusambandinu að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar. Talsmaður sjávarútvegsstjóra ESB segir að þótt Evrópuþingið samþykki reglurnar sé ekki sjálfgefið að þeim verði beitt. Drög að reglugerð um viðskiptaþvinganir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar hafa verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins. Á grundvelli þessarar reglugerðar, ef hún verður að veruleika, mun Evrópusambandið geta sett löndunarbann, viðskiptabann og hafnarbann á þau ríki sem sambandið telur stunda ósjálfbærar veiðar, ekki bara vegna viðskipta með makríl heldur almennt vegna sjávarafurða. ESB gæti á grundvelli þessarar heimildar sett viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Talsmaður sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segir að markmið sambandsins hafi alltaf verið að ná samkomulagi við Ísland og Færeyjar í makríldeilunni. „Það sem er í undirbúningi núna er almenn reglugerð sem tengist ekki sérstaklega makríl," segir Oliver Drewes, talsmaður Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Já, en ef viðskiptabann verður sett á á grundvelli þessarar reglugerðar mun það ekki brjóta gegn einni af grunnstoðum EES-samningsins, sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa við Evrópusambandið, um frjálst vöruflæði? „Reglugerðin fjallar um það að ef þriðja ríki brýtur reglur um sjálfbærni í fiskveiðum, hvaða ríki sem það er, en þú ert sérstaklega að tala um Ísland, gæti það staðið frammi fyrir refsiaðgerðum vegna hennar," segir Drewes. Hann svarar spurningunni ekki beint, hvort reglugerðin brjóti ekki gegn fjórfrelsinu. Hvenær gæti þessi reglugerð komið fram, í fyrsta lagi? „Það fer eftir þróun mála á Evrópuþinginu, þ.e.a.s. hvenær þingið greiðir atkvæði um þetta. Mér skilst að sérstök nefnd hafi greitt atkvæði um hana og samþykkt hana samhljóða." Drewes vitnar til þess að reglugerðin hafi verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins, þar sem hún var samþykkt. Reglugerðin verður til umfjöllunar á sjálfu Evrópuþinginu í júní næstkomandi. Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi eru þar með ekki lengur fjarlægur möguleiki, ef þingið samþykkir þessar reglur í júní. Oliver Drewes segir hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þótt heimildin verði lögfest sé ekki sjálfgefið að henni verði beitt gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum. Tengdar fréttir Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30 Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Evrópuþingið mun í næsta mánuði fjalla um lagareglur sem heimila Evrópusambandinu að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar. Talsmaður sjávarútvegsstjóra ESB segir að þótt Evrópuþingið samþykki reglurnar sé ekki sjálfgefið að þeim verði beitt. Drög að reglugerð um viðskiptaþvinganir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar hafa verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins. Á grundvelli þessarar reglugerðar, ef hún verður að veruleika, mun Evrópusambandið geta sett löndunarbann, viðskiptabann og hafnarbann á þau ríki sem sambandið telur stunda ósjálfbærar veiðar, ekki bara vegna viðskipta með makríl heldur almennt vegna sjávarafurða. ESB gæti á grundvelli þessarar heimildar sett viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Talsmaður sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segir að markmið sambandsins hafi alltaf verið að ná samkomulagi við Ísland og Færeyjar í makríldeilunni. „Það sem er í undirbúningi núna er almenn reglugerð sem tengist ekki sérstaklega makríl," segir Oliver Drewes, talsmaður Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Já, en ef viðskiptabann verður sett á á grundvelli þessarar reglugerðar mun það ekki brjóta gegn einni af grunnstoðum EES-samningsins, sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa við Evrópusambandið, um frjálst vöruflæði? „Reglugerðin fjallar um það að ef þriðja ríki brýtur reglur um sjálfbærni í fiskveiðum, hvaða ríki sem það er, en þú ert sérstaklega að tala um Ísland, gæti það staðið frammi fyrir refsiaðgerðum vegna hennar," segir Drewes. Hann svarar spurningunni ekki beint, hvort reglugerðin brjóti ekki gegn fjórfrelsinu. Hvenær gæti þessi reglugerð komið fram, í fyrsta lagi? „Það fer eftir þróun mála á Evrópuþinginu, þ.e.a.s. hvenær þingið greiðir atkvæði um þetta. Mér skilst að sérstök nefnd hafi greitt atkvæði um hana og samþykkt hana samhljóða." Drewes vitnar til þess að reglugerðin hafi verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins, þar sem hún var samþykkt. Reglugerðin verður til umfjöllunar á sjálfu Evrópuþinginu í júní næstkomandi. Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi eru þar með ekki lengur fjarlægur möguleiki, ef þingið samþykkir þessar reglur í júní. Oliver Drewes segir hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þótt heimildin verði lögfest sé ekki sjálfgefið að henni verði beitt gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum.
Tengdar fréttir Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30 Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30
Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00