Innlent

Miðar á Landsmót hestamanna rjúka út

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Met var slegið í forsölu vegna Landsmóts Hestamanna sem haldið verður í Reykjavík í sumar. Haraldur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir að Landsmótið sé ekki aðeins hátíð hestafólks heldur einnig mannlífsviðburður.

„Við erum auðvitað himinlifandi," segir Haraldur. „Okkar tilfinning er sú að Landsmótið í ár verði ansi öflugt. Við höfum selt mikið af miðum hér á landi og erlendis og við búumst við margmenni í ár."

Landsmótið, sem er einn stærsti íþróttaviðburður ársins, hefst 25. júní næstkomandi og stendur til 1. júlí. Herlegheitin munu fara fram á keppnissvæði Fáks í Víðidal.

Haraldur segir að velgengni forsölunnar beri vitni um að aðstandendur mótsins séu að gera margt rétt.

„Við hvetjum fólk til að mæta," segir Haraldur. „Hestamennskan er fjölskylduíþrótt og það er augljóslega mikil eftirvænting meðal fólks."

Hægt er að nálgast upplýsingar um Landsmót Hestamanna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×