Innlent

Of Monsters and Men mæta til Jay Leno

Hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir.
Hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir.
Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men mun verða í Tonight Show, spjallþætti Jays Leno, þann 29. júní næstkomandi. Á fésbókarvegg hljómsveitarinnar segjast hljómsveitarmeðlimir vera mjög spenntir fyrir þessu.

Hljómsveitin hefur notið gríðarlegra vinsælda upp á síðkastið en Fréttablaðið greindi frá því í byrjun apríl að platan My Head Is an Animal fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans. Þetta er besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum, sem hefur haldið utan um plötusölu í Bandaríkjunum frá árinu 1945.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×