Innlent

Leiguverð hækkað um 10% á einu ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10% síðastliðna tólf mánuði. Þetta kemur fram í upplýsingum á vef Þjóðskrár. Hækkun síðasta mánuðinn nemur hins vegar einungis 0,6% og hækkunin síðustu þrjá mánuði nemur 1,8%. Hækkunina má sjá með því að skoða vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem var 113 stig i síðasta mánuði. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun leiguverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×