Innlent

Margir teknir fyrir of hraðan akstur fyrir austan fjall

Lögreglan á Selfossi stöðvaði tíu ökumenn á Hellsiheiði í gær og gærkvöldi, og mældist sá sem hraðast fór, á 134 kílómetra hraða.

Ökumenn kitluðu líka pinnann fyrir austan Selfoss, því lögregla á Hvolsvelli stöðvaði að minnsta kosti tíu ökumenn fram á kvöld í gær, einn á 137 kílómetra hraða.

Að sögn lögreglumanna færist hraðakstur jafnan í aukana í góðu veðri á þessum árstíma og er eftirlitið að sama skapi aukið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×