Innlent

Yfir 500 bátar komnir á strandveiðar

Smábátar umhverfis allt land hafa streymt út til veiða frá því undir morgun, en í dag er fyrsti veiðidagur strandveiðiflotans í sumar.

Klukkan hálf sjö í morgun voru 540 smábátar farnir til veiða, en hátt í 700 smábátar hafa fengið veiðileyfi í sumar.

Miðunum er skipt í fjögur svæði og er ákveðið sameiginlegt heildaraflamark á hverju svæði í einn mánuð í senn, þannig að mikið kapp er í trillumönnum að ná sem mestu, áður en markinu er náð hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×