Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 0-1 | Varnarsigur Valsmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 7. maí 2012 00:01 Mynd/Daníel Ásgeir Þór Ingólfsson tryggði Val 1-0 sigur á Fram þegar að fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lauk á Laugardalsvellinum í kvöld. Ásgeir Þor skoraði markið í lok fyrri hálfleiks en Framarar voru þá búnir að fara illa með mörg góð færi í leiknum. Valsmenn lögðu svo höfuðáherslu á að verja forystuna í seinni hálfleik og komust á endanum upp með það - þó svo að Framarar hafi vissulega líka fengið tækifæri til að jafna metin þá. Framarar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Spiluðu vel sín á milli, náðu að byggja upp góðar sóknir og koma sér í efnileg færi. En þrátt fyrir fjölmargar marktilraunir rötuðu aðeins tvö skot á rammann allan leikinn. Steven Lennon for sérstaklega illa með færin sín í leiknum og hefði með réttu átt að skora í kvöld, helst oftar en einu sinni. Því hefur stundum verið fleygt fram að það sé gott að skora mark rétt undir lok fyrri hálfleiks og var það tilfellið í dag. Markið sló Framara út af laginu og voru þeir lengi að koma sér aftur almennilega í takt við leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn voru ekki að taka neina sénsa og stilltu upp í þéttan varnarmúr. Þeir treystu svo á skyndisóknir og hefði Atli Heimisson, sem annars lét lítið af sér kveða í dag, getað skorað mark eftir eina slíka undir lok leiksins. Framarar geta þó ágætlega við unað, þrátt fyrir allt. Þeir eru með gott lið sem hefði vel getað skapað Valsmönnum mun meiri vandræði en þeir gerðu í þetta skiptið. Það eru þó Valsmenn sem standa uppi sem siguvegarar í kvöld. Þeir spiluðu inn á sína styrkleika í leiknum, vörðust vel og voru skipulagðir. Markið hans Ásgeirs var vissulega laglegt en annars var lítill slagkraftur í sóknarleik þeirra sem að óbreyttu mun koma þeim í koll síðar.Þorvaldur: Breytist allt í boltanum Þorvaldur Örlygsson var auðvitað óánægður með að hafa tapað leiknum í dag en gat verið sáttur við spilamennsku sinna manna. Það eina sem vantaði var að skora mörkin. „Ég er svo sem sáttur við spilamennskuna, færin sem við fengum og hvernig okkur tókst að fylgja leikskipulagi. En það eru mörkin sem telja eins og við vitum," sagði Þorvaldur. „Þeir náðu að loka á okkur eftir markið en við fengum samt nógu góð færi í seinni hálfleik sem við náðum ekki að nýta. Þeir áttu ekki mörg skot á markið í seinni hálfleik." „Það gekk í raun allt upp hjá okkur nema að skora mörkin. Við lögðum mikla vinnu á okkur en fáum ekkert úr því, sem eru vitanlega mikil vonbrigði." Valsmenn lögðu ríka áherslu á varnarleikinn í leiknum og kom það Þorvaldi ekki á óvart. „Þannig hefur það verið hjá þeim í allan vetur og lítið um spilamennsku hjá þeim. Þeir virðast hafa meiri áhuga á að „body-checka" eins og í gömlu daga í körfunni og handboltanum." „Mér finnst að dómarinn hefði mátt einbeita sér frekar að því en hvort að það hefði sést aðeins í hvítt í sokkunum," sagði Þorvaldur og vísaði til þess þegar að Hólmbert Aron Friðjónsson þurfti fara af velli til að skipta um sokka. „En dómarinn var góður í dag. Hann spjaldaði marga og var ferskur," bætti Þorvaldur við. Fram var lengi í gang síðasta sumar og Þorvaldur gaf lítið um vangaveltur hvort að eitthvað svipað yrði upp á teningnum nú. „Við erum rétt byrjaðir og þið skuluð gefa mér smá breik áður en við förum að ræða um hverjir verða reknir og ráðnir. Við skulum vakna fyrst í fyrramálið og þá getum við byrjað á því." „Það breytist allt í fótboltanum. Eins og Kaffibrúsakallarnir sögðu - þú segir tvö orð fyrir framan prestinn og þá ertu kvæntur. Svo segir þú tvö orð upp úr svefni og þá ertu skilinn," sagði hann í léttum dúr.Kristján: Unnum fyrir stigunum „Við erum mjög ánægðir með að hafa haldið hreinu. Við björguðum á línu og Sindri varði mjög vel í dauðafæri. Við börðumst vel, hlupum mikið og unnum fyrir stigunum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum von á því að Fram yrði eitthvað meira með boltann. Engu að síður slógu meiðsli þeirra Hauks Páls og svo Rúnars í upphafi leiksins okkur út af laginu og hafði það sitt að segja - fyrri hálfleikurinn hjá okkur var langt undir meðallagi." „Svo í síðari hálfleik stigu fjórir fremstu mennirnir okkar upp og lönduðu þessu fyrir okkur með góðri vörn fremst á vellinum," bætti Kristján við. Sindri Snær Jensson var í markinu í kvöld og átti mjög góðan leik. Ásgeir Þór Magnússon var varamarkvörður í kvöld en þeir eru að bítast um sæti í byrjunarliðinu. „Þeir eru mjög jafnir og var virkilega erfitt að ákveða hvort ætti að byrja mótið. Við völdum Sindra og töldum hann tilbúinn í að byrja mótið í markinu okkar. Hann veit af Ásgeiri sem er tilbúinn í þetta. Við sjáum hvað verður."Guðjón Pétur: Leyfðum þeim að koma Guðjón Pétur Lýðsson átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val í kvöld og lagði til að mynda upp eina mark leiksins. „Við erum ánægðir með þetta - við vorum hundlélegir hér á þessum velli í fyrra og svöruðum fyrir það," sagði hann. „Mér fannst við lesa þeirra lið vel. Þeir eru með hraða sóknarmenn og við lágum til baka og leyfðum þeim að koma. Við fengum einna fæst mörk á okkur í deildinni í fyrra og við vitum að við erum með sterka vörn." „Við vorum þolinmóðir og biðum eftir þeim. Þeir náðu ekki að brjóta okkur. Þetta var kannski ekki fallegt en ég man ekki eftir leik í fyrstu umferð Íslandsmótsins þar sem var spilaður fallegur fótbolti. Okkur er því eiginlega alveg sama. Við erum sáttir við þetta." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Ásgeir Þór Ingólfsson tryggði Val 1-0 sigur á Fram þegar að fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lauk á Laugardalsvellinum í kvöld. Ásgeir Þor skoraði markið í lok fyrri hálfleiks en Framarar voru þá búnir að fara illa með mörg góð færi í leiknum. Valsmenn lögðu svo höfuðáherslu á að verja forystuna í seinni hálfleik og komust á endanum upp með það - þó svo að Framarar hafi vissulega líka fengið tækifæri til að jafna metin þá. Framarar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Spiluðu vel sín á milli, náðu að byggja upp góðar sóknir og koma sér í efnileg færi. En þrátt fyrir fjölmargar marktilraunir rötuðu aðeins tvö skot á rammann allan leikinn. Steven Lennon for sérstaklega illa með færin sín í leiknum og hefði með réttu átt að skora í kvöld, helst oftar en einu sinni. Því hefur stundum verið fleygt fram að það sé gott að skora mark rétt undir lok fyrri hálfleiks og var það tilfellið í dag. Markið sló Framara út af laginu og voru þeir lengi að koma sér aftur almennilega í takt við leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn voru ekki að taka neina sénsa og stilltu upp í þéttan varnarmúr. Þeir treystu svo á skyndisóknir og hefði Atli Heimisson, sem annars lét lítið af sér kveða í dag, getað skorað mark eftir eina slíka undir lok leiksins. Framarar geta þó ágætlega við unað, þrátt fyrir allt. Þeir eru með gott lið sem hefði vel getað skapað Valsmönnum mun meiri vandræði en þeir gerðu í þetta skiptið. Það eru þó Valsmenn sem standa uppi sem siguvegarar í kvöld. Þeir spiluðu inn á sína styrkleika í leiknum, vörðust vel og voru skipulagðir. Markið hans Ásgeirs var vissulega laglegt en annars var lítill slagkraftur í sóknarleik þeirra sem að óbreyttu mun koma þeim í koll síðar.Þorvaldur: Breytist allt í boltanum Þorvaldur Örlygsson var auðvitað óánægður með að hafa tapað leiknum í dag en gat verið sáttur við spilamennsku sinna manna. Það eina sem vantaði var að skora mörkin. „Ég er svo sem sáttur við spilamennskuna, færin sem við fengum og hvernig okkur tókst að fylgja leikskipulagi. En það eru mörkin sem telja eins og við vitum," sagði Þorvaldur. „Þeir náðu að loka á okkur eftir markið en við fengum samt nógu góð færi í seinni hálfleik sem við náðum ekki að nýta. Þeir áttu ekki mörg skot á markið í seinni hálfleik." „Það gekk í raun allt upp hjá okkur nema að skora mörkin. Við lögðum mikla vinnu á okkur en fáum ekkert úr því, sem eru vitanlega mikil vonbrigði." Valsmenn lögðu ríka áherslu á varnarleikinn í leiknum og kom það Þorvaldi ekki á óvart. „Þannig hefur það verið hjá þeim í allan vetur og lítið um spilamennsku hjá þeim. Þeir virðast hafa meiri áhuga á að „body-checka" eins og í gömlu daga í körfunni og handboltanum." „Mér finnst að dómarinn hefði mátt einbeita sér frekar að því en hvort að það hefði sést aðeins í hvítt í sokkunum," sagði Þorvaldur og vísaði til þess þegar að Hólmbert Aron Friðjónsson þurfti fara af velli til að skipta um sokka. „En dómarinn var góður í dag. Hann spjaldaði marga og var ferskur," bætti Þorvaldur við. Fram var lengi í gang síðasta sumar og Þorvaldur gaf lítið um vangaveltur hvort að eitthvað svipað yrði upp á teningnum nú. „Við erum rétt byrjaðir og þið skuluð gefa mér smá breik áður en við förum að ræða um hverjir verða reknir og ráðnir. Við skulum vakna fyrst í fyrramálið og þá getum við byrjað á því." „Það breytist allt í fótboltanum. Eins og Kaffibrúsakallarnir sögðu - þú segir tvö orð fyrir framan prestinn og þá ertu kvæntur. Svo segir þú tvö orð upp úr svefni og þá ertu skilinn," sagði hann í léttum dúr.Kristján: Unnum fyrir stigunum „Við erum mjög ánægðir með að hafa haldið hreinu. Við björguðum á línu og Sindri varði mjög vel í dauðafæri. Við börðumst vel, hlupum mikið og unnum fyrir stigunum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum von á því að Fram yrði eitthvað meira með boltann. Engu að síður slógu meiðsli þeirra Hauks Páls og svo Rúnars í upphafi leiksins okkur út af laginu og hafði það sitt að segja - fyrri hálfleikurinn hjá okkur var langt undir meðallagi." „Svo í síðari hálfleik stigu fjórir fremstu mennirnir okkar upp og lönduðu þessu fyrir okkur með góðri vörn fremst á vellinum," bætti Kristján við. Sindri Snær Jensson var í markinu í kvöld og átti mjög góðan leik. Ásgeir Þór Magnússon var varamarkvörður í kvöld en þeir eru að bítast um sæti í byrjunarliðinu. „Þeir eru mjög jafnir og var virkilega erfitt að ákveða hvort ætti að byrja mótið. Við völdum Sindra og töldum hann tilbúinn í að byrja mótið í markinu okkar. Hann veit af Ásgeiri sem er tilbúinn í þetta. Við sjáum hvað verður."Guðjón Pétur: Leyfðum þeim að koma Guðjón Pétur Lýðsson átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val í kvöld og lagði til að mynda upp eina mark leiksins. „Við erum ánægðir með þetta - við vorum hundlélegir hér á þessum velli í fyrra og svöruðum fyrir það," sagði hann. „Mér fannst við lesa þeirra lið vel. Þeir eru með hraða sóknarmenn og við lágum til baka og leyfðum þeim að koma. Við fengum einna fæst mörk á okkur í deildinni í fyrra og við vitum að við erum með sterka vörn." „Við vorum þolinmóðir og biðum eftir þeim. Þeir náðu ekki að brjóta okkur. Þetta var kannski ekki fallegt en ég man ekki eftir leik í fyrstu umferð Íslandsmótsins þar sem var spilaður fallegur fótbolti. Okkur er því eiginlega alveg sama. Við erum sáttir við þetta."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira