Íslenski boltinn

Bjarni: Stoke-bolti í Stjörnunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, var ósáttur með tvö töpuð stig þótt Stjörnuliðið væri vissulega gott. Það var þó ekki fallegur fótbolti sem skilaði Stjörnunni stigi í Vesturbænum í kvöld að hans mati.

„Þeir fjölguðu í sókninni og fóru í „power-play" eða Stoke-play. Sendu stóru strákana fram, hentu öllum boltum inn eða spörkuðu langt fram. Svona leiðinda fótbolti," sagði Bjarni og sagði lélegt hjá sínum mönnum að hafa ekki staðið vaktina betur í föstum leikatriðum í aðdraganda markanna.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér fyrir neðan, sem og umfjöllun og önnur viðtöl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×