Læknar rukka viðbótargjöld 9. maí 2012 19:04 Nánast hver einasti sérfræðilæknir á landinu hefur verið samningslaus við Sjúkratryggingar Íslands í rúmt ár. Sumir þeirra eru farnir að rukka sjúklinga um viðbótargjöld. Kona, sem glímir við afleiðingar krabbameins, segir kjaradeiluna bitna á þeim sem síst skyldi og formaður Öryrkjabandalags Íslands segir málið til skammar fyrir deiluaðila. Heilbrigðiskerfi okkar er þannig uppbyggt að innan hvers árs borgum við fyrir læknisþjónustu upp að ákveðnu hámarki. Þegar því er náð fær fólk afsláttarkort sem veitir umtalsverðan afslátt af læknisþjónustu. Aldraðir og öryrkjar fá slíkt kort þegar þeir hafa greitt 7400 krónur. Í dag er málið ekki svo einfalt því nánast hver einasti sérfræðilæknir á landinu hefur verið samningslaus við Sjúkratryggingar Íslands síðan 1. apríl á síðasta ári. Á þeim tíma hefur sérfræðilæknum verið frjálst að verðleggja þjónustu sína eins og þeir vilja og hefur fólk tekið eftir því að þeir eru sumir farnir að leggja viðbótargjöld á sjúklinga sína. Á reikningum sem fréttastofa fékk afrit af, er gjaldið kallað „komu- og umsýslugjald" og viðkomandi sjúklingur greiddi frá 1000 og upp í 3500 krónur ofan á sinn hlut, upphæð sem gildir ekki inn í afsláttarkerfið og leggst því af fullum þunga á sjúklinginn. Þetta plagar líklega ekki þá sem þurfa sjaldan til læknis en fyrir fólk eins og Lilju Halldórsdóttur, sem er að glíma við afleiðingar meðferðar vegna brjóstakrabbameins, taka viðbótargjöldin í budduna. Hún hefur undanfarna mánuði greitt um 20 þúsund krónur í viðbótargjöld, án þess að fá af þeim afslátt eins og hún ætti rétt á ef samningar væru í gildi við Sjúkratryggingar. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir marga hafa kvartað vegna þessara viðbótargjalda. „Það segir sig náttúrlega sjálft að þetta er að koma mjög illa við fólk sem hefur lítið á milli handanna," segir Guðmundur. Lilja skorar á Sjúkratryggingar og sérfræðilækna að leysa deiluna hið fyrsta. Guðmundur tekur undir, og er ekki sáttur við að deilan hafi staðið yfir í rúmt ár. „Mér finnst það bara báðum aðilum til skammar." Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Nánast hver einasti sérfræðilæknir á landinu hefur verið samningslaus við Sjúkratryggingar Íslands í rúmt ár. Sumir þeirra eru farnir að rukka sjúklinga um viðbótargjöld. Kona, sem glímir við afleiðingar krabbameins, segir kjaradeiluna bitna á þeim sem síst skyldi og formaður Öryrkjabandalags Íslands segir málið til skammar fyrir deiluaðila. Heilbrigðiskerfi okkar er þannig uppbyggt að innan hvers árs borgum við fyrir læknisþjónustu upp að ákveðnu hámarki. Þegar því er náð fær fólk afsláttarkort sem veitir umtalsverðan afslátt af læknisþjónustu. Aldraðir og öryrkjar fá slíkt kort þegar þeir hafa greitt 7400 krónur. Í dag er málið ekki svo einfalt því nánast hver einasti sérfræðilæknir á landinu hefur verið samningslaus við Sjúkratryggingar Íslands síðan 1. apríl á síðasta ári. Á þeim tíma hefur sérfræðilæknum verið frjálst að verðleggja þjónustu sína eins og þeir vilja og hefur fólk tekið eftir því að þeir eru sumir farnir að leggja viðbótargjöld á sjúklinga sína. Á reikningum sem fréttastofa fékk afrit af, er gjaldið kallað „komu- og umsýslugjald" og viðkomandi sjúklingur greiddi frá 1000 og upp í 3500 krónur ofan á sinn hlut, upphæð sem gildir ekki inn í afsláttarkerfið og leggst því af fullum þunga á sjúklinginn. Þetta plagar líklega ekki þá sem þurfa sjaldan til læknis en fyrir fólk eins og Lilju Halldórsdóttur, sem er að glíma við afleiðingar meðferðar vegna brjóstakrabbameins, taka viðbótargjöldin í budduna. Hún hefur undanfarna mánuði greitt um 20 þúsund krónur í viðbótargjöld, án þess að fá af þeim afslátt eins og hún ætti rétt á ef samningar væru í gildi við Sjúkratryggingar. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir marga hafa kvartað vegna þessara viðbótargjalda. „Það segir sig náttúrlega sjálft að þetta er að koma mjög illa við fólk sem hefur lítið á milli handanna," segir Guðmundur. Lilja skorar á Sjúkratryggingar og sérfræðilækna að leysa deiluna hið fyrsta. Guðmundur tekur undir, og er ekki sáttur við að deilan hafi staðið yfir í rúmt ár. „Mér finnst það bara báðum aðilum til skammar."
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira