ESB þrýsti á Geir um að tryggja hagsmuni erlendra kröfuhafa 29. apríl 2012 11:48 Geir H. Haarde var á dögunum dæmdur af Landsdómi fyrir að brjóta lög um stjórnarskránna þegar hann hélt ekki ríkisstjórnarfundir um alvarleika efnahagsástandsins í aðdraganda hrunsins. „Ég fann fyrir miklum þrýstingi á þessum tíma. Meðal annars fékk ég símtal frá José Manuel Baroso um þetta mál. Ég fann að hann var með undirbúinn texta sem hann las að hluta til upp," lýsti Geir H. Haarde í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en þar lýsti fyrrverandi forsætisráðherrann því hvernig ESB þrýsti á Geir um að gera vel við erlenda kröfuhafa í hruninu. Baroso var þá forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Geir segir að hann hafi augljóslega verið með undirbúinn texta sem hann las upp í símann, „og þar skildi ég vel hvað hann var að fara. Hann lagði mikla áherslu á að við færum vel með erlenda lánadrottna," sagði Geir um þrýstinginn sem hann fann fyrir í hruninu. Tilefni ummæla Geirs var spurning Sigurjóns um það hvort íslenska leiðin svokallaða, sem var að leyfa bönkunum að falla, hefði ekki einfaldlega verið tilviljanakennd. Geir svaraði því til að það hafi hvorki verið til fjármunir né hafi verið pólitískur vilji fyrir því að tryggja bankana. Geir segir að þessi leið hafi verið möguleg hér á landi, hún sé illmögulegri í stærri löndum, en hafi verið möguleg í Írlandi að hans mati. Þannig tryggði írska ríkisstjórnin innistæður banka þar í landi, „en Írarnir urðu fyrir miklum þrýstingi innan ESB um að tryggja hagsmuni erlendra kröfuhafa," bætti Geir við þegar hann lýsti mismunandi leiðum ríkjanna við að takast á við afleiðingar kreppunnar. Írland sé enn að bíta úr nálinni vegna ákvörðunar um að treysta bankana með ríkisábyrgð á meðan flestir séu sammála um að Ísland sé að rísa vel og hratt upp úr hruninu sé tekið mið af öðrum ríkjum í sambærilegri stöðu. Geir sagði svo að ef Ísland hefði verið í ESB á þeim tíma sem hrunið varð hér á landi, hefði verið erfiðara að standa í hárinu á framkvæmdastjórn ESB, sem virtist gera ríka kröfu um að aðildarlönd ábyrgðust banka sína til þess að koma í veg fyrir að þeir féllu. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
„Ég fann fyrir miklum þrýstingi á þessum tíma. Meðal annars fékk ég símtal frá José Manuel Baroso um þetta mál. Ég fann að hann var með undirbúinn texta sem hann las að hluta til upp," lýsti Geir H. Haarde í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en þar lýsti fyrrverandi forsætisráðherrann því hvernig ESB þrýsti á Geir um að gera vel við erlenda kröfuhafa í hruninu. Baroso var þá forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Geir segir að hann hafi augljóslega verið með undirbúinn texta sem hann las upp í símann, „og þar skildi ég vel hvað hann var að fara. Hann lagði mikla áherslu á að við færum vel með erlenda lánadrottna," sagði Geir um þrýstinginn sem hann fann fyrir í hruninu. Tilefni ummæla Geirs var spurning Sigurjóns um það hvort íslenska leiðin svokallaða, sem var að leyfa bönkunum að falla, hefði ekki einfaldlega verið tilviljanakennd. Geir svaraði því til að það hafi hvorki verið til fjármunir né hafi verið pólitískur vilji fyrir því að tryggja bankana. Geir segir að þessi leið hafi verið möguleg hér á landi, hún sé illmögulegri í stærri löndum, en hafi verið möguleg í Írlandi að hans mati. Þannig tryggði írska ríkisstjórnin innistæður banka þar í landi, „en Írarnir urðu fyrir miklum þrýstingi innan ESB um að tryggja hagsmuni erlendra kröfuhafa," bætti Geir við þegar hann lýsti mismunandi leiðum ríkjanna við að takast á við afleiðingar kreppunnar. Írland sé enn að bíta úr nálinni vegna ákvörðunar um að treysta bankana með ríkisábyrgð á meðan flestir séu sammála um að Ísland sé að rísa vel og hratt upp úr hruninu sé tekið mið af öðrum ríkjum í sambærilegri stöðu. Geir sagði svo að ef Ísland hefði verið í ESB á þeim tíma sem hrunið varð hér á landi, hefði verið erfiðara að standa í hárinu á framkvæmdastjórn ESB, sem virtist gera ríka kröfu um að aðildarlönd ábyrgðust banka sína til þess að koma í veg fyrir að þeir féllu.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira