ESB þrýsti á Geir um að tryggja hagsmuni erlendra kröfuhafa 29. apríl 2012 11:48 Geir H. Haarde var á dögunum dæmdur af Landsdómi fyrir að brjóta lög um stjórnarskránna þegar hann hélt ekki ríkisstjórnarfundir um alvarleika efnahagsástandsins í aðdraganda hrunsins. „Ég fann fyrir miklum þrýstingi á þessum tíma. Meðal annars fékk ég símtal frá José Manuel Baroso um þetta mál. Ég fann að hann var með undirbúinn texta sem hann las að hluta til upp," lýsti Geir H. Haarde í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en þar lýsti fyrrverandi forsætisráðherrann því hvernig ESB þrýsti á Geir um að gera vel við erlenda kröfuhafa í hruninu. Baroso var þá forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Geir segir að hann hafi augljóslega verið með undirbúinn texta sem hann las upp í símann, „og þar skildi ég vel hvað hann var að fara. Hann lagði mikla áherslu á að við færum vel með erlenda lánadrottna," sagði Geir um þrýstinginn sem hann fann fyrir í hruninu. Tilefni ummæla Geirs var spurning Sigurjóns um það hvort íslenska leiðin svokallaða, sem var að leyfa bönkunum að falla, hefði ekki einfaldlega verið tilviljanakennd. Geir svaraði því til að það hafi hvorki verið til fjármunir né hafi verið pólitískur vilji fyrir því að tryggja bankana. Geir segir að þessi leið hafi verið möguleg hér á landi, hún sé illmögulegri í stærri löndum, en hafi verið möguleg í Írlandi að hans mati. Þannig tryggði írska ríkisstjórnin innistæður banka þar í landi, „en Írarnir urðu fyrir miklum þrýstingi innan ESB um að tryggja hagsmuni erlendra kröfuhafa," bætti Geir við þegar hann lýsti mismunandi leiðum ríkjanna við að takast á við afleiðingar kreppunnar. Írland sé enn að bíta úr nálinni vegna ákvörðunar um að treysta bankana með ríkisábyrgð á meðan flestir séu sammála um að Ísland sé að rísa vel og hratt upp úr hruninu sé tekið mið af öðrum ríkjum í sambærilegri stöðu. Geir sagði svo að ef Ísland hefði verið í ESB á þeim tíma sem hrunið varð hér á landi, hefði verið erfiðara að standa í hárinu á framkvæmdastjórn ESB, sem virtist gera ríka kröfu um að aðildarlönd ábyrgðust banka sína til þess að koma í veg fyrir að þeir féllu. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Ég fann fyrir miklum þrýstingi á þessum tíma. Meðal annars fékk ég símtal frá José Manuel Baroso um þetta mál. Ég fann að hann var með undirbúinn texta sem hann las að hluta til upp," lýsti Geir H. Haarde í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en þar lýsti fyrrverandi forsætisráðherrann því hvernig ESB þrýsti á Geir um að gera vel við erlenda kröfuhafa í hruninu. Baroso var þá forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Geir segir að hann hafi augljóslega verið með undirbúinn texta sem hann las upp í símann, „og þar skildi ég vel hvað hann var að fara. Hann lagði mikla áherslu á að við færum vel með erlenda lánadrottna," sagði Geir um þrýstinginn sem hann fann fyrir í hruninu. Tilefni ummæla Geirs var spurning Sigurjóns um það hvort íslenska leiðin svokallaða, sem var að leyfa bönkunum að falla, hefði ekki einfaldlega verið tilviljanakennd. Geir svaraði því til að það hafi hvorki verið til fjármunir né hafi verið pólitískur vilji fyrir því að tryggja bankana. Geir segir að þessi leið hafi verið möguleg hér á landi, hún sé illmögulegri í stærri löndum, en hafi verið möguleg í Írlandi að hans mati. Þannig tryggði írska ríkisstjórnin innistæður banka þar í landi, „en Írarnir urðu fyrir miklum þrýstingi innan ESB um að tryggja hagsmuni erlendra kröfuhafa," bætti Geir við þegar hann lýsti mismunandi leiðum ríkjanna við að takast á við afleiðingar kreppunnar. Írland sé enn að bíta úr nálinni vegna ákvörðunar um að treysta bankana með ríkisábyrgð á meðan flestir séu sammála um að Ísland sé að rísa vel og hratt upp úr hruninu sé tekið mið af öðrum ríkjum í sambærilegri stöðu. Geir sagði svo að ef Ísland hefði verið í ESB á þeim tíma sem hrunið varð hér á landi, hefði verið erfiðara að standa í hárinu á framkvæmdastjórn ESB, sem virtist gera ríka kröfu um að aðildarlönd ábyrgðust banka sína til þess að koma í veg fyrir að þeir féllu.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira