Innlent

Borgarstjórinn með lungnabólgu - læknirinn hélt því skálarræðuna

Það var margt um manninn í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar sjötugir Reykvíkingar fögnuðu því að eiga afmæli á árinu. Borgarstjóri hefur boðið Reykvíkingu sem fagna þeim ágæta áfanga að ná sjötugsaldri árlega og er boðið upp á léttar veitingar við þessi ánægjulegu tímamót.

Það var einstaklega góð mæting í ár en eini munurinn var þó sá að borgarstjórinn, Jón Gnarr, komst ekki í afmælisveisluna þar sem hann liggur veikur heima með lungnabólgu.

Það var því brugðið á það ráð að kalla til lækni til þess að halda skálarræðuna í ár, það er að segja oddvita Samfylkingarinnar, Dag B. Eggertsson, sem er jafnframt menntaður læknir.

Eins og myndin sýnir þá var mikið um manninn á þessum fallega degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×