Íslenski boltinn

Úrslit Lengjubikarsins | KR í átta liða úrslit

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/stefán
Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. KR, Valur og Haukar unnu þá leiki sína.

Emil Atlason skoraði eina markið í leik KR og Selfoss og skaut KR um leið inn í átta liða úrslit keppninnar. Emil er sonur Atla Eðvaldssonar, fyrrum þjálfara KR og landsliðsins.

Valur valtaði yfir Leikni, 4-0, þar sem Hörður Sveinsson, Haukur Páll Sigurðsson, Hafsteinn Briem og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu.

Haukar skelltu svo Þrótti, 3-2, með mörkum Viktors Unnars Illugasonar, Arons Jóhannssonar og Alexanders Sindrasonar. Oddur Björnsson og Andri Gíslason skoruðu mörk Þróttara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×