Innlent

Sjampóbrúsarnir rugla fíkniefnahundana í ríminu

Sjampóbrúsar. Mynd tengist frétt ekki beint.
Sjampóbrúsar. Mynd tengist frétt ekki beint.
Hluti efnanna sem Pólverjarnir þrír reyndu að smygla hingað til lands á sunnudagsmorgun var falinn í sjampóbrúsum, líkt og 187 grömm af kókaíni sem fundust í Leifsstöð 6. apríl síðastliðinn.

Ekki er þó talið að málin tvö tengist. Maðurinn sem tekinn var með kókaínið var að koma frá London, er íslenskur og auk þess þykir það benda til þess að málin séu ótengd að efnin hafi ekki verið þau sömu. Hæstiréttur staðfesti á mánudag varðhaldsúrskurð yfir kókaínsmyglaranum til föstudagsins næsta.

Annar maður var handtekinn í flugstöðinni vegna málsins. Fram kemur í niðurstöðu Hæstaréttar að lögregla beri nú saman framburð mannanna og ýmislegt bendi til þess að málið kunni að vera umfangsmeira en virst hafi í fyrstu.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er nokkuð algengt að smygla fíkniefnum til landsins földum í sjampóbrúsum. Í þeim sé gjarnan lykt sem geti ruglað leitarhunda í ríminu og auk þess geti það blekkt gegnumlýsingartæki að hafa duftmassa í slíku íláti.


Tengdar fréttir

Grunaðir um að hafa smyglað hingað áður

Hundurinn Nelson kom upp um smygl á um tíu kílóum af amfetamíni frá Póllandi. Einn mesti fíkniefnafundur í Leifsstöð í langan tíma. Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir eru taldir hafa smyglað hingað fíkniefnum áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×