Guðmundur Reynir missir af tveimur fyrstu leikjum KR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2012 19:00 Guðmundur Reynir fagnar Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Mynd/Daníel Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun að óbreyttu missa af fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Guðmundur Reynir er í skiptinámi í Harvard í Bandaríkjunum og síðasta próf misserisins er 10. maí. Guðmundur á bókað flug heim daginn eftir. KR tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik mótsins á KR-vellinum sunnudaginn 6. maí. Fjórum dögum síðar fara Vesturbæingar í heimsókn upp á Skaga til nýliða ÍA. Guðmundur Reynir sagði í samtali við Vísi í dag að hann væri nýbúinn að bóka flug heim þann 11. maí. Því er ljóst að hann missir af tveimur fyrstu leikjunum. „Þeir vissu alveg af þessu. Við erum í góðu bandi og skilaboðin sem ég fæ er bara að halda mér í góðu formi sem ég mun gera," sagði Guðmundur Reynir um viðbrögð þjálfarateymis KR við nýbókuðum flugmiða. Guðmundur Reynir hefur æft með b-liði Harvard-háskólans undanfarnar vikur auk þess að verja miklum tíma í ræktinni. Hann segir liðsfélaga sína í b-liðinu* margar þokkalega knattspyrnumenn en spili töluvert öðruvísi en hann sé vanur. Mest sé lagt upp úr því að spila boltanum upp miðjuna þótt hann fái stundum boltann út á kantinn líka. „Svo hef ég aðeins verið að spila á miðjunni líka," segir Guðmundur Reynir sem reiknar ekki með að framhaldl verði á því. Það hafi bara verið í stöku leikjum. Það skal tekið fram að það er ekki vegna skorts á knattspyrnuhæfileikum sem Guðmundur Reynir spilar með b-liðinu. Stífar reglur eru um leikheimildir leikmanna háskólaliðanna og því hefur Guðmundur æft með b-liðinu þar sem allir nemendur skólans eru gjaldgengir. Brynjar Björn Gunnarsson staðfesti í samtali við Vísi í gær að óvíst væri um tímasetningu á heimkomu kappans. Það færi meðal annars eftir því hvort Reading færi beint upp í ensku úrvalsdeildina eða þyrfti að fara í umspilið. Líkurnar á því fyrrnefnda jukust til muna í dag er liðið lagði Leeds 2-0 og settist í toppsæti deildarinnar í bili að minnsta kosti.*Í bandarískum háskólafótbolta er það aðeins varsity-liðið (hér kallað aðallið háskólans) sem keppir formlega á vegum háskólans. Club-liðið (hér kallað b-lið háskólans) leikur í flestum tilfellum í deildum með svipað form og utandeildin hér á landi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. 5. apríl 2012 15:45 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun að óbreyttu missa af fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Guðmundur Reynir er í skiptinámi í Harvard í Bandaríkjunum og síðasta próf misserisins er 10. maí. Guðmundur á bókað flug heim daginn eftir. KR tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik mótsins á KR-vellinum sunnudaginn 6. maí. Fjórum dögum síðar fara Vesturbæingar í heimsókn upp á Skaga til nýliða ÍA. Guðmundur Reynir sagði í samtali við Vísi í dag að hann væri nýbúinn að bóka flug heim þann 11. maí. Því er ljóst að hann missir af tveimur fyrstu leikjunum. „Þeir vissu alveg af þessu. Við erum í góðu bandi og skilaboðin sem ég fæ er bara að halda mér í góðu formi sem ég mun gera," sagði Guðmundur Reynir um viðbrögð þjálfarateymis KR við nýbókuðum flugmiða. Guðmundur Reynir hefur æft með b-liði Harvard-háskólans undanfarnar vikur auk þess að verja miklum tíma í ræktinni. Hann segir liðsfélaga sína í b-liðinu* margar þokkalega knattspyrnumenn en spili töluvert öðruvísi en hann sé vanur. Mest sé lagt upp úr því að spila boltanum upp miðjuna þótt hann fái stundum boltann út á kantinn líka. „Svo hef ég aðeins verið að spila á miðjunni líka," segir Guðmundur Reynir sem reiknar ekki með að framhaldl verði á því. Það hafi bara verið í stöku leikjum. Það skal tekið fram að það er ekki vegna skorts á knattspyrnuhæfileikum sem Guðmundur Reynir spilar með b-liðinu. Stífar reglur eru um leikheimildir leikmanna háskólaliðanna og því hefur Guðmundur æft með b-liðinu þar sem allir nemendur skólans eru gjaldgengir. Brynjar Björn Gunnarsson staðfesti í samtali við Vísi í gær að óvíst væri um tímasetningu á heimkomu kappans. Það færi meðal annars eftir því hvort Reading færi beint upp í ensku úrvalsdeildina eða þyrfti að fara í umspilið. Líkurnar á því fyrrnefnda jukust til muna í dag er liðið lagði Leeds 2-0 og settist í toppsæti deildarinnar í bili að minnsta kosti.*Í bandarískum háskólafótbolta er það aðeins varsity-liðið (hér kallað aðallið háskólans) sem keppir formlega á vegum háskólans. Club-liðið (hér kallað b-lið háskólans) leikur í flestum tilfellum í deildum með svipað form og utandeildin hér á landi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. 5. apríl 2012 15:45 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. 5. apríl 2012 15:45