Guðmundur Reynir missir af tveimur fyrstu leikjum KR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2012 19:00 Guðmundur Reynir fagnar Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Mynd/Daníel Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun að óbreyttu missa af fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Guðmundur Reynir er í skiptinámi í Harvard í Bandaríkjunum og síðasta próf misserisins er 10. maí. Guðmundur á bókað flug heim daginn eftir. KR tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik mótsins á KR-vellinum sunnudaginn 6. maí. Fjórum dögum síðar fara Vesturbæingar í heimsókn upp á Skaga til nýliða ÍA. Guðmundur Reynir sagði í samtali við Vísi í dag að hann væri nýbúinn að bóka flug heim þann 11. maí. Því er ljóst að hann missir af tveimur fyrstu leikjunum. „Þeir vissu alveg af þessu. Við erum í góðu bandi og skilaboðin sem ég fæ er bara að halda mér í góðu formi sem ég mun gera," sagði Guðmundur Reynir um viðbrögð þjálfarateymis KR við nýbókuðum flugmiða. Guðmundur Reynir hefur æft með b-liði Harvard-háskólans undanfarnar vikur auk þess að verja miklum tíma í ræktinni. Hann segir liðsfélaga sína í b-liðinu* margar þokkalega knattspyrnumenn en spili töluvert öðruvísi en hann sé vanur. Mest sé lagt upp úr því að spila boltanum upp miðjuna þótt hann fái stundum boltann út á kantinn líka. „Svo hef ég aðeins verið að spila á miðjunni líka," segir Guðmundur Reynir sem reiknar ekki með að framhaldl verði á því. Það hafi bara verið í stöku leikjum. Það skal tekið fram að það er ekki vegna skorts á knattspyrnuhæfileikum sem Guðmundur Reynir spilar með b-liðinu. Stífar reglur eru um leikheimildir leikmanna háskólaliðanna og því hefur Guðmundur æft með b-liðinu þar sem allir nemendur skólans eru gjaldgengir. Brynjar Björn Gunnarsson staðfesti í samtali við Vísi í gær að óvíst væri um tímasetningu á heimkomu kappans. Það færi meðal annars eftir því hvort Reading færi beint upp í ensku úrvalsdeildina eða þyrfti að fara í umspilið. Líkurnar á því fyrrnefnda jukust til muna í dag er liðið lagði Leeds 2-0 og settist í toppsæti deildarinnar í bili að minnsta kosti.*Í bandarískum háskólafótbolta er það aðeins varsity-liðið (hér kallað aðallið háskólans) sem keppir formlega á vegum háskólans. Club-liðið (hér kallað b-lið háskólans) leikur í flestum tilfellum í deildum með svipað form og utandeildin hér á landi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. 5. apríl 2012 15:45 Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun að óbreyttu missa af fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Guðmundur Reynir er í skiptinámi í Harvard í Bandaríkjunum og síðasta próf misserisins er 10. maí. Guðmundur á bókað flug heim daginn eftir. KR tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik mótsins á KR-vellinum sunnudaginn 6. maí. Fjórum dögum síðar fara Vesturbæingar í heimsókn upp á Skaga til nýliða ÍA. Guðmundur Reynir sagði í samtali við Vísi í dag að hann væri nýbúinn að bóka flug heim þann 11. maí. Því er ljóst að hann missir af tveimur fyrstu leikjunum. „Þeir vissu alveg af þessu. Við erum í góðu bandi og skilaboðin sem ég fæ er bara að halda mér í góðu formi sem ég mun gera," sagði Guðmundur Reynir um viðbrögð þjálfarateymis KR við nýbókuðum flugmiða. Guðmundur Reynir hefur æft með b-liði Harvard-háskólans undanfarnar vikur auk þess að verja miklum tíma í ræktinni. Hann segir liðsfélaga sína í b-liðinu* margar þokkalega knattspyrnumenn en spili töluvert öðruvísi en hann sé vanur. Mest sé lagt upp úr því að spila boltanum upp miðjuna þótt hann fái stundum boltann út á kantinn líka. „Svo hef ég aðeins verið að spila á miðjunni líka," segir Guðmundur Reynir sem reiknar ekki með að framhaldl verði á því. Það hafi bara verið í stöku leikjum. Það skal tekið fram að það er ekki vegna skorts á knattspyrnuhæfileikum sem Guðmundur Reynir spilar með b-liðinu. Stífar reglur eru um leikheimildir leikmanna háskólaliðanna og því hefur Guðmundur æft með b-liðinu þar sem allir nemendur skólans eru gjaldgengir. Brynjar Björn Gunnarsson staðfesti í samtali við Vísi í gær að óvíst væri um tímasetningu á heimkomu kappans. Það færi meðal annars eftir því hvort Reading færi beint upp í ensku úrvalsdeildina eða þyrfti að fara í umspilið. Líkurnar á því fyrrnefnda jukust til muna í dag er liðið lagði Leeds 2-0 og settist í toppsæti deildarinnar í bili að minnsta kosti.*Í bandarískum háskólafótbolta er það aðeins varsity-liðið (hér kallað aðallið háskólans) sem keppir formlega á vegum háskólans. Club-liðið (hér kallað b-lið háskólans) leikur í flestum tilfellum í deildum með svipað form og utandeildin hér á landi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. 5. apríl 2012 15:45 Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. 5. apríl 2012 15:45