Erlent

Blaðamaðurinn Mike Wallace látinn

Blaðamaðurinn fyrrverandi Mike Wallace lést í dag. Hann var 93 ára gamall. Síðustu ár hafði Wallace þurft að glíma við ýmsa heilsukvilla. Árið 2008, þá 90 ára gamall, þurfti Wallace að gangast undir hjartaskurðaðgerð.

Wallace starfaði sem fréttamaður í tæp 60 ár. Hann hlaut fjölda viðurkenninga fyrir umfjallanir sínar og var tilnefndur til Emmy-verðlauna 20 sinnum. Þá hlaut hann Peabody-verðlaunin þrisvar sinnum.

Hann var þekktastur fyrir komu sína að fréttaskýringaþættinum 60 Mínútum. Hann var sá fyrsti sem var ráðinn til starfa þegar þátturinn fór í framleiðslu árið 1968.

Wallace sagði eitt sinn að uppáhalds viðmælandi sinn hefði verið listamaðurinn Salvador Dalí. Viðtalið átti sér stað í apríl árið 1958. Hægt er að sjá viðtalið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×