Lífið

Lét drauminn rætast eftir sjálfsskoðun

Jóhanna Karlsdóttir.
Jóhanna Karlsdóttir.
„Það var þannig að ég var ekki fullkomlega sátt við það sem ég tókst á við en ég starfaði sem flugfreyja og síðan á verkfræðistofu í skrifstofuvinnu. Ég fór í sjálfskoðun því ég varð að finna mitt „mojo". Mig langaði að finna það sem ég hef ástríðu fyrir og áhuga á en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á heilsu og íþróttum og að vera í góðu formi því þá líður mér best," segir Jóhanna Karlsdóttir sem kennir hotj-óga í Sporthúsinu.



„Ég fúnkera ekki ef ég sinni sjálfri mér ekki. Ég rakst fyrir tilviljun á hotjóga-stöð og prófaði einn svona tíma og mér leið svo rosalega vel eftir æfingarnar og fannst gaman. Mér fannst hotjóga mjög áhugavert, fann auglýsingu fyrir kennsluréttindi og ákvað að læra og innleiða hot-jóga á Íslandi. Ég fórnaði öllu, seldi íbúðina mína og komst þar af leiðandi út til Thailands í þrjá mánuði þar sem ég lærði hot-jóga."

Lífið á Facebook.com










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.