Íslenski boltinn

Sogndal vill fá Skúla Jón

Skúli Jón fagnar með KR.
Skúli Jón fagnar með KR.
Norsk félög halda áfram að kroppa í bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar því samkvæmt heimildum Vísis er úrvalsdeildarliðið Sogndal á eftir Skúla Jóni Friðgeirssyni, varnarmanni KR.

Norska liðið ku vera búið að senda KR tilboð í varnarmanninn sterka sem KR-ingar eru að fara yfir.

Það yrði mikil blóðtaka fyrir KR að missa Skúla Jón enda var hann einn af bestu leikmönnum liðsins síðasta sumar er KR vann tvöfalt.

Skúli Jón er samningsbundinn KR til ársins 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×