Lífið

Dásamleg dívusala á laugardag

Helga Braga, Diddú og Edda Björgvins.
Helga Braga, Diddú og Edda Björgvins.
Leikkonunar Edda Björgvins, Helga Braga og söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú eins og margir kalla hana, hafa opnað fataskápana sína fyrir alþjóð en þær ætla að selja fötin sín og fylgihluti í anddyri Gamla bíó á morgun, laugardag. Vinkonurnar brugðu á leik þegar Lífið hitt þær til að forvitnast um Dívusöluna.

Hvað ætlið þið að selja?
Við erum fjórar dívur með fulla skápa af dívuklæðnaði eins og galakjólum, skóm, veskjum og almennum skvísufatnaði. Við erum allar með alls konar föt, pelsa, kjóla, búninga og gömul "galadress" sem eru nánast ónotuð. Okkur fannst alveg upplagt að leyfa öðrum að njóta þess sem við erum hættar að nota.

Við erum að tala um galakjóla sem við höfum kannski notað einu sinni á Eddunni eða Grímunni og skó og töskur og almenn skvísuföt. Við fengum hana Evu Dögg Sigurgeirsdóttur tískuráðgjafa til að aðstoða okkur og taka skápana okkar í gegn og hún tók sinn í leiðinni og við fengum hana til að selja með okkur.

Hvernig tengist þið þrjár? Við höfum bara alltaf þekkst. Við erum svolítið líkar, skríkjandi flisspúkar sem hafa dáð hver aðra í bransanum. Við erum allar algjörar gleðibombur og þess vegna systur í anda.

Yfirtakið þið Gamla bíó fyrir dívusöluna? Nei, við hleypum kaupendum í anddyri Gamla bíós stundvíslega klukkan 12.00 á morgun (laugardag) og seljum síðustu vasaklútana til klukkan 17.00. Við verðum með kaffi og knús fyrir alla. Svo verður ýmislegt sem kemur verulega á óvart. Helga Braga verður plötusnúður og hver veit nema við brestum í söng og dans þegar okkur dettur í hug. Þetta verður svaðalegt stuð.

Hér má sjá meira um dívsöluna á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.