Innlent

Opinn fundur um ímynd bifhjólafólks

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.
Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.
Opinn fundur um ímyndarmál bifhjólafólks verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík á þriðjudaginn næstkomandi. Á vefsíðu bifhjólasamtakanna Sniglanna, segir að tilurð fundarins sé sú umræða sem skapast hefur í samfélaginu að undanförnu og tengir bifhjól og bifhjólamenningu við skipulagða glæpastarfsemi.

Á fundinn mæta meðal annars Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, formaður alsherjarnefndar og Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Spurt verður hvort bifhjólafólk almennt þurfi að hafa áhyggjur af þessari þróun og hvað sé hægt að gera til að breyta henni.

Fundurinn hefst klukkan 18 á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×