Svarthvítur Jesús á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 16:00 Björn ásamt félögum sínum í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi. Mynd / Twittersíða Atla Sigurjónssonar Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða. „Ég var í spurningakeppni gegn Atla (Sigurjónssyni) á útvarpsstöðinni FM 957 í gær. Ég tapaði og Atli fékk að velja refsingu. Hann valdi að ég færi niður í bæ klæddur sem Jesús," sagði Björn eldhress í spjalli við Vísi í dag. Björn er ásamt leikmönnum úr meistaraflokki KR í skemmtiferð norðan heiða. Líkt og á síðasta ári var ákveðið að gera sér dagamun hér innanlands í stað þess að fara í æfingaferð út fyrir landssteinana. KR-ingar urðu Íslands- og bikarmeistarar á síðasta ári og því óþarfi að breyta til. Björn segir þá liðsfélagana hafa notast við lak úr herberginu, klippt það til og svo haldið á vit ævintýranna í miðbæð Akureyrar. Liðsfélagar hans voru duglegir að birta myndir af félaga sínum á Facebook og Twitter. Afraksturinn má sjá hér að ofan. Björn, sem gekk til liðs við KR á síðasta ári eftir veru í Hollandi, hefur fengið viðurnefnið Jesú í Vesturbænum en Björn er hárfagur með meiru. Hann segist aldrei hafa verið líkt við son guðs í Hollandi. „Nei, alls ekki. Þetta þótti bara venjulegt þar. Ég hélt að það væri líka venjulegt hér en greinilega ekki," sagði Björn léttur og sagði þá félaga hafa skemmt sér vel í gærkvöldi. „Ég fékk fullt af fríum drykkjum út á þetta og margir vildu fá myndir af sér með mér. Það var nóg að gera," sagði Björn en bætti við að margir hefðu beðið hann um að hjálpa sér í gærkvöldi með að breyta vatni í vín. „Það voru margir sem spurðu mig þeirrar spurningar. Það var mjög fyndið," sagði Björn en KR-ingarnir voru nýkomnir úr sundi og létu vel af veru sinni í höfuðstað Norðurlands. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða. „Ég var í spurningakeppni gegn Atla (Sigurjónssyni) á útvarpsstöðinni FM 957 í gær. Ég tapaði og Atli fékk að velja refsingu. Hann valdi að ég færi niður í bæ klæddur sem Jesús," sagði Björn eldhress í spjalli við Vísi í dag. Björn er ásamt leikmönnum úr meistaraflokki KR í skemmtiferð norðan heiða. Líkt og á síðasta ári var ákveðið að gera sér dagamun hér innanlands í stað þess að fara í æfingaferð út fyrir landssteinana. KR-ingar urðu Íslands- og bikarmeistarar á síðasta ári og því óþarfi að breyta til. Björn segir þá liðsfélagana hafa notast við lak úr herberginu, klippt það til og svo haldið á vit ævintýranna í miðbæð Akureyrar. Liðsfélagar hans voru duglegir að birta myndir af félaga sínum á Facebook og Twitter. Afraksturinn má sjá hér að ofan. Björn, sem gekk til liðs við KR á síðasta ári eftir veru í Hollandi, hefur fengið viðurnefnið Jesú í Vesturbænum en Björn er hárfagur með meiru. Hann segist aldrei hafa verið líkt við son guðs í Hollandi. „Nei, alls ekki. Þetta þótti bara venjulegt þar. Ég hélt að það væri líka venjulegt hér en greinilega ekki," sagði Björn léttur og sagði þá félaga hafa skemmt sér vel í gærkvöldi. „Ég fékk fullt af fríum drykkjum út á þetta og margir vildu fá myndir af sér með mér. Það var nóg að gera," sagði Björn en bætti við að margir hefðu beðið hann um að hjálpa sér í gærkvöldi með að breyta vatni í vín. „Það voru margir sem spurðu mig þeirrar spurningar. Það var mjög fyndið," sagði Björn en KR-ingarnir voru nýkomnir úr sundi og létu vel af veru sinni í höfuðstað Norðurlands.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira