Tók upp samtal sitt við bæjarlögmann Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. mars 2012 10:46 Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar, tók upp samtal sitt við Þórð Clausen bæjarlögmann þar sem hann mun hafa lagt að henni að breyta framburði sínum í sakamáli sem höfðað hefur verið á hendur stjórn sjóðsins. Áður hefur komið fram að markmiðið með samtalinu hafi verið að fá sakborninga til að halda því fram fyrir dómi að Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum, hafi beitt hræðsluáróðri til að hafa sitt fram við stjórnun sjóðsins. Í yfirlýsingu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sendi fyrir hönd Sigrúnar Ágústu kemur fram að föstudaginn 6. janúar síðastliðinn hafi verið hringt var úr símanúmeri Kópvogsbæjar. „Sigrúnu fannst símtalið óviðeigandi og skrifaði því símtalið upp. Í símtalinu sagði bæjarlögmaðurinn að hann hefði verið í sambandi við tvo meðákærðu í máli Héraðsdóms Reykjaness nr. S-11/2012 og þau væru sammála að vörn ákærðu í málinu væri sú að halda því statt og stöðugt fram að meðákærði Gunnar Birgisson hafi verið hugmyndasmiðurinn að baki lánveitingum Lífeyrissjóðs Kópavogs til Kópavogsbæjar og hann hafi beitt ákærðu hótunum til þess að fá þau til þess að lúta hans vilja. Gunnar væri því höfuðpaurinn í málinu," segir í yfirlýsingunni. Þann 11. janúar síðastliðinn hafi Sigrún hringt í bæjarlögmanninn, til þess að fá nánari útskýringar á því hvað hann hefði verið að fara í fyrra símtalinu. „Símtalið var tekið upp og staðfestir upptakan að bæjarlögmaðurinn var að beita sér fyrir því að fá ákærðu til þess samræma framburði sína og varpa sök á Gunnar Inga Birgisson í sakamálinu," segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt frásögn Sigrúnar Ágústu sagði bæjarlögmaðurinn meðal annars í símtalinu: „Ég er búinn að ræða við þau bæði Sigrúnu (Guðmundsdóttur innskot) og Jón Júl og þið verðið öll að láta það koma skýrt fram að sko að sá sem stjórnar ferðinni í þessu öllu frá a-ö er Gunnar Ingi Birgisson." Þessar skýringar Sigrúnar Ágústu eru þvert á skýringar Þórðar Clausen bæjarlögmanns sem sagði í gær að ráðleggingar sínar til hennar hafi fyrst og fremst verið þær að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Þá segir Þórður að samskipti sín við Sigrúnu Ágústu hafi verið að hennar frumkvæði. Tengdar fréttir Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: 27. mars 2012 14:18 Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar, tók upp samtal sitt við Þórð Clausen bæjarlögmann þar sem hann mun hafa lagt að henni að breyta framburði sínum í sakamáli sem höfðað hefur verið á hendur stjórn sjóðsins. Áður hefur komið fram að markmiðið með samtalinu hafi verið að fá sakborninga til að halda því fram fyrir dómi að Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum, hafi beitt hræðsluáróðri til að hafa sitt fram við stjórnun sjóðsins. Í yfirlýsingu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sendi fyrir hönd Sigrúnar Ágústu kemur fram að föstudaginn 6. janúar síðastliðinn hafi verið hringt var úr símanúmeri Kópvogsbæjar. „Sigrúnu fannst símtalið óviðeigandi og skrifaði því símtalið upp. Í símtalinu sagði bæjarlögmaðurinn að hann hefði verið í sambandi við tvo meðákærðu í máli Héraðsdóms Reykjaness nr. S-11/2012 og þau væru sammála að vörn ákærðu í málinu væri sú að halda því statt og stöðugt fram að meðákærði Gunnar Birgisson hafi verið hugmyndasmiðurinn að baki lánveitingum Lífeyrissjóðs Kópavogs til Kópavogsbæjar og hann hafi beitt ákærðu hótunum til þess að fá þau til þess að lúta hans vilja. Gunnar væri því höfuðpaurinn í málinu," segir í yfirlýsingunni. Þann 11. janúar síðastliðinn hafi Sigrún hringt í bæjarlögmanninn, til þess að fá nánari útskýringar á því hvað hann hefði verið að fara í fyrra símtalinu. „Símtalið var tekið upp og staðfestir upptakan að bæjarlögmaðurinn var að beita sér fyrir því að fá ákærðu til þess samræma framburði sína og varpa sök á Gunnar Inga Birgisson í sakamálinu," segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt frásögn Sigrúnar Ágústu sagði bæjarlögmaðurinn meðal annars í símtalinu: „Ég er búinn að ræða við þau bæði Sigrúnu (Guðmundsdóttur innskot) og Jón Júl og þið verðið öll að láta það koma skýrt fram að sko að sá sem stjórnar ferðinni í þessu öllu frá a-ö er Gunnar Ingi Birgisson." Þessar skýringar Sigrúnar Ágústu eru þvert á skýringar Þórðar Clausen bæjarlögmanns sem sagði í gær að ráðleggingar sínar til hennar hafi fyrst og fremst verið þær að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Þá segir Þórður að samskipti sín við Sigrúnu Ágústu hafi verið að hennar frumkvæði.
Tengdar fréttir Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: 27. mars 2012 14:18 Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: 27. mars 2012 14:18
Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48