Íslenski boltinn

Sunnudagsmessan: Steingrímur Jóhannesson | minning

Knattspyrnumaðurinn Steingrímur Jóhannesson úr Vestmannaeyjum var jarðsunginn í dag og fór útförin fram í Bústaðakirkju í Reykjavík. Steingrímur var aðeins 38 ára gamall þegar hann lést þann 1. mars en hann hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. Steingríms var minnst í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem þetta myndband var frumsýnt.

Steingrímur lék alls 221 leik í efstu deild og skoraði í þeim 81 mark. Eyjamaðurinn lék með ÍBV, Fylki, Selfossi og KFS á gifturíkum ferli.

Framherjinn spilaði einn A-landsleik og þrjá U-21 árs landsleiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×