Fótbolti

FIFA leyfir knattspyrnukonum að nota slæður

Slæðurnar verða löglegar í sumar.
Slæðurnar verða löglegar í sumar.
Múslimskar knattspyrnukonur gleðjast í dag því í sumar verður orðið löglegt að spila knattspyrnu með slæður. Íranska kvennalandsliðið þurfti að draga sig úr forkeppni Ólympíuleikanna á síðasta ári því FIFA hefur hingað til meinað þeim að spila með slæðurnar.

Þær neituðu að spila án þess að vera með slæður af trúarlegum ástæðum. FIFA hefur verið mikið gagnrýnt fyrir bannið enda gegn stefnu sambandsins að allir eigi að geta spilað fótbolta.

FIFA taldi þær vera hættulegar og vísaði þar til þess að leikmenn með slæður ættu á hættu að kafna.

Varaforseti FIFA, Prince Ali Bin Al Hussein, flutti breytingatillögu um helgina sem var samþykkt. Nú fara fram frekari rannsóknir á slæðunum en frá og með 2. júlí verður löglegt að spila með þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×