Enski boltinn

Mancini: Tevez gæti spilað með City eftir tvær vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez sést hér nýlentur í Manchester eftir skrópið til Argentínu.
Carlos Tevez sést hér nýlentur í Manchester eftir skrópið til Argentínu. Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur samþykkt afsökunarbeiðni Carlos Tevez og virðist vera farinn að hugsa alvarlega um það hvenær argentínski framherjinn kemur aftur inn í liðið ef marka má yfirlýsingar Ítalans eftir 4-0 stórsigur á Porto í gær.

„Ég er ánægður með það sem Carlos sagði og ég vil tala við hann á morgun (í dag)," sagði Roberto Mancini. Tevez gaf út einlæga afsökunarbeiðni í gær og hætti að berjast á móti sektinni frá Manchester City fyrir að hafa stungið af til Argentínu.

„Ég samþykki þessa afsökunarbeiðni og það er möguleiki á að hann spili aftur fyrir Manchester City. Ég held að hann þurfi tvær eða þrjár vikur til að koma sér í form og þá gæti hann spilað aftur fyrir liðið," sagði

Mancini.

„Carlos þekkir liðið mjög vel en liðið hefur spilað mjög vel undanfarna mánuði og er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Carlos er samt frábær framherji sem getur hjálpað okkur síðustu tvo mánuði leiktíðarinnar," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×