Enski boltinn

Óttast um afdrif "Shankly"

Shankly sló í gegn á Anfield.
Shankly sló í gegn á Anfield.
Villikötturinn sem varð heimsfrægur er hann hljóp inn á Anfield í leik Liverpool og Tottenham er enn að koma sér í vandræði.

Honum var komið fyrir í gæludýragæslu eftir uppákomuna á Anfield. Þar kom í ljós að hann var illa meiddur og var vonast til þess að hann myndi ná sér í gæslunni.

Kötturinn, sem er kallaður Shankly í höfuðið á fyrrum stjóra Liverpool, hafði greinilega engan áhuga á því að láta sér batna því hann er búinn að stinga af.

Starfsmenn gæslunnar grunar að hann muni aftur láta sjá sig nálægt Anfield og er fólk beðið um að líta í kringum sig og athuga hvort það sjái Shankly því hann þarfnast aðstoðar. Ef ekki gæti hann dáið fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×