Chelsea í fjórða sætið | WBA valtaði yfir Sunderland 25. febrúar 2012 12:12 Drogba fagnar marki sínu á Stamford Bridge í dag. Didier Drogba og Frank Lampard fóru fyrir liði Chelsea sem lagði Bolton 3-0. West Brom burstaði Sunderland 4-0 og Úlfarnir náðu í óvænt stig með 2-2 jafntefli á útivelli gegn Newcastle.Chelsea 3-0 Bolton Didier Drogba var í byrjunarliði Chelsea á kostnað Fernando Torres á Stamford Bridge. Dagurinn virtist ætla að verða langur fyrir heimamenn sem tókst ekki að finna leiðina í mark Bolton í fyrri hálfleiknum. Brasilíumaðurinn David Luiz kom heimamönnum yfir snemma í seinni hálfleik þegar hann afgreiddi boltann glæsilega í netið. Nokkrum mínútum síðar var Didier Drogba réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu Frank Lampard. Fernando Torres kom inn á fyrir meiddan Drogba þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Þremur mínútum síðar var Frank Lampard á réttum stað eftir fyrirgjöf Juan Mata og skoraði af stuttu færi. Lampard hefur nú skorað 150 deildarmörk á Englandi. Með sigrinum kemst Chelsea upp fyrir Arsenal í fjórða sæti deildarinnar. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton.Newcastle 2-2 Wolves Wolves náði í mikilvægt stig á St. James' Park í fyrsta leik sínum undir stjórn Terry Connor. Það blés ekki byrlega fyrir lærisveina Connor í dag. Papiss Demba Cisse kom heimamönnum yfir snemma leiks eftir klaufagang hjá varnarmönnum Wolves. Argentínumaðurinn Jonas Gutiérrez bætti við marki í fyrri hálfleik með glæsilegu langskoti. Hálfleiksræða Connor virtist hafa skilað sér til leikmanna Wolves sem minnkuðu muninn strax á 50. mínútu. Matt Jarvis skaut af löngu færi og boltinn fór af varnarmanni yfir Tim Krul í marki Newcastle. Áfram hélt sókn Úlfanna og Írinn Kevin Doyle jafnaði metin af stuttu færi um miðjan hálfleikinn. Frábær endurkoma hjá gestunum sem komust upp úr fallsæti í bili og sitja í 16. sæti.QPR 0-1 Fulham QPR tók á móti Fulham á Loftus Road í Lundúnum og lenti strax marki undir. Rússinn Pavel Pograbnyak virðist ætla að reynast Fulham vel en kappinn kom gestunum yfir á 7. mínútu. QPR varð fyrir áfalli eftir rúman hálftíma leik þegar Samba Diakité fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni færri tókst lærisveinum Mark Hughes ekki að rétta úr kútnum. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR í dag.WBA 4-0 Sunderland Peter Odemwingie skoraði tvö mörk fyrir West Brom sem tók Sunderland í kennslustund á Hawthorns-vellinum. Odemwingie kom heimamönnum á bragðið af stuttu færi eftir aðeins þrjár mínútur og James Morrison jók muninn í 2-0 skömmu fyrir hlé. Tveimur mörkum undir brá Martin O'Neill, stjóri Sunderland, á það ráð að skipta tveimur framherjum, þeim Frazier Campbell og Nicklas Bendtner, inn á í hálfleik. Það bar ekki tilætlaðan árangur því Odemwingie skoraði annað mark sitt í upphafi síðari hálfleiks eftir hraða sókn heimamanna. Keith Andrews batt svo endahnútinn á niðurlægingu Sunderland þegar hann skoraði fjórða mark West Brom.Wigan 0-0 Aston Villa Wigan komst úr botnsæti deildarinnar eftir markalaust jafntefli í bragðdaufum leik á DW-vellinum. Wigan menn sóttu af krafti undir lok leiksins án árangurs. Darren Bent fór meiddur af velli hjá Villa seint í leiknum. Leikur Manchester City og Blackburn hefst klukkan 17:30. Hann er í beinni útsendingu á Sport 2. Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Didier Drogba og Frank Lampard fóru fyrir liði Chelsea sem lagði Bolton 3-0. West Brom burstaði Sunderland 4-0 og Úlfarnir náðu í óvænt stig með 2-2 jafntefli á útivelli gegn Newcastle.Chelsea 3-0 Bolton Didier Drogba var í byrjunarliði Chelsea á kostnað Fernando Torres á Stamford Bridge. Dagurinn virtist ætla að verða langur fyrir heimamenn sem tókst ekki að finna leiðina í mark Bolton í fyrri hálfleiknum. Brasilíumaðurinn David Luiz kom heimamönnum yfir snemma í seinni hálfleik þegar hann afgreiddi boltann glæsilega í netið. Nokkrum mínútum síðar var Didier Drogba réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu Frank Lampard. Fernando Torres kom inn á fyrir meiddan Drogba þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Þremur mínútum síðar var Frank Lampard á réttum stað eftir fyrirgjöf Juan Mata og skoraði af stuttu færi. Lampard hefur nú skorað 150 deildarmörk á Englandi. Með sigrinum kemst Chelsea upp fyrir Arsenal í fjórða sæti deildarinnar. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton.Newcastle 2-2 Wolves Wolves náði í mikilvægt stig á St. James' Park í fyrsta leik sínum undir stjórn Terry Connor. Það blés ekki byrlega fyrir lærisveina Connor í dag. Papiss Demba Cisse kom heimamönnum yfir snemma leiks eftir klaufagang hjá varnarmönnum Wolves. Argentínumaðurinn Jonas Gutiérrez bætti við marki í fyrri hálfleik með glæsilegu langskoti. Hálfleiksræða Connor virtist hafa skilað sér til leikmanna Wolves sem minnkuðu muninn strax á 50. mínútu. Matt Jarvis skaut af löngu færi og boltinn fór af varnarmanni yfir Tim Krul í marki Newcastle. Áfram hélt sókn Úlfanna og Írinn Kevin Doyle jafnaði metin af stuttu færi um miðjan hálfleikinn. Frábær endurkoma hjá gestunum sem komust upp úr fallsæti í bili og sitja í 16. sæti.QPR 0-1 Fulham QPR tók á móti Fulham á Loftus Road í Lundúnum og lenti strax marki undir. Rússinn Pavel Pograbnyak virðist ætla að reynast Fulham vel en kappinn kom gestunum yfir á 7. mínútu. QPR varð fyrir áfalli eftir rúman hálftíma leik þegar Samba Diakité fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni færri tókst lærisveinum Mark Hughes ekki að rétta úr kútnum. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR í dag.WBA 4-0 Sunderland Peter Odemwingie skoraði tvö mörk fyrir West Brom sem tók Sunderland í kennslustund á Hawthorns-vellinum. Odemwingie kom heimamönnum á bragðið af stuttu færi eftir aðeins þrjár mínútur og James Morrison jók muninn í 2-0 skömmu fyrir hlé. Tveimur mörkum undir brá Martin O'Neill, stjóri Sunderland, á það ráð að skipta tveimur framherjum, þeim Frazier Campbell og Nicklas Bendtner, inn á í hálfleik. Það bar ekki tilætlaðan árangur því Odemwingie skoraði annað mark sitt í upphafi síðari hálfleiks eftir hraða sókn heimamanna. Keith Andrews batt svo endahnútinn á niðurlægingu Sunderland þegar hann skoraði fjórða mark West Brom.Wigan 0-0 Aston Villa Wigan komst úr botnsæti deildarinnar eftir markalaust jafntefli í bragðdaufum leik á DW-vellinum. Wigan menn sóttu af krafti undir lok leiksins án árangurs. Darren Bent fór meiddur af velli hjá Villa seint í leiknum. Leikur Manchester City og Blackburn hefst klukkan 17:30. Hann er í beinni útsendingu á Sport 2. Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira