Fótbolti

Balotelli settur út úr ítalska landsliðshópnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Nordic Photos / Getty Images
Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur ákveðið að refsa Mario Balotelli með því að setja hann út úr ítalska landsliðshópnum fyrir æfingaleikinn gegn Bandaríkjunum á miðvikudagskvöldið.

Prandelli hefur í stað hans valið Fabio Borini, leikmann Roma, en Prandelli segist gera þetta vegna hegðun Balotelli á knattspyrnuvellinum.

Balotelli var í janúar dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að traðka á Scott Parker, leikmanni Tottenham. Var það í þriðja skiptið sem hann fékk að líta rauða spjaldið síðan hann kom til City í ágúst 2010.

„Ég vil ekki vera með leikmenn sem brjóta af sér á þennan máta og eru svo reknir af velli. Hann virðist nokkuð órólegur," sagði Prandelli.

„Ég vil að við mætum vel undirbúnir til leiks á EM í sumar og ég vil ekki að leikmenn brjóti af sér við fyrsta mótlæti og skilji liðsfélagana eftir í súpunni," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×