Fótbolti

Brassar heppnir gegn Bosníu

Marcelo skorar fyrsta mark leiksins í kvöld.
Marcelo skorar fyrsta mark leiksins í kvöld.
Brasilía marði sigur á Bosníu í kvöld. Sigurmarkið var sjálfsmark á lokamínútunni. Um var að ræða vináttulandsleik á milli þjóðanna.

Það var mikið fjör á upphafsmínútum leiksins en Marcelo kom Brössum yfir strax á 4. mínútu leiksins en Vedad Ibisevic jafnaði leikinn 9 mínútum síðar.

Þrátt fyrir ágæt færi það sem eftir lifði leiks náðu Brasilíumenn ekki að skora fyrr en Sasa Papac setti boltann í eigið net og tryggði Brössum sigur.

Lið Brasilíu í kvöld:

Julio Cesar

Dani Alves

Marcelo

David Luiz

Thiago Silva

Ronaldinho

Luis Fernandinho

Sandro

Hernanes

Neymar

Leandro




Fleiri fréttir

Sjá meira


×