Íslenski boltinn

Lolli í Val síðastur á undan Lennon til að skora fimm á móti KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Lennon.
Steven Lennon. Mynd/Anton
KR-ingurinn Ólafur Brynjar Halldórsson hefur að venju tekið saman skemmtilegar staðreyndir um KR-liðið á heimasíðu félagsins en greinin um 5-0 tap KR á móti Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins er nú komin inn á síðunni undir fyrirsögninni "A Hard Day's Night"

Framarinn Steven Lennon skoraði öll fimm mörk Framara í úrslitaleiknum og Ólafur Brynjar lagðist yfir bækur sínar og fann það út að það voru liðin meira en 70 ár síðan að leikmaður hafði náð að skora fimm mörk fyrir íslenskt félag á móti KR.

Sá var Ellert Sölvason, þekktari undir nafninu Lolli í Val, sem skoraði fimm mörk í 9-1 sigri Valsara 12. október 1941. Þessi leikur var í Walters-keppninni sem var Haustmót Reykjavíkurfélaganna.

Síðastur til að skora fimm mörk á móti KR var hinsvegar Þjóðverjinn Uwe Seeler skoraði fimm sinnum þegar KR tapaði 0-10 fyrir vestur þýska A-landsliðinu 9. ágúst 1960. Seeler var leikmaður með Hamburger SV.

Það er hægt að sjá mörkin hans Lennon hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×