Íslenski boltinn

Arnar Sveinn hættur í fótbolta | Byrjar aftur í handbolta

Arnar Sveinn í leik með Val.
Arnar Sveinn í leik með Val.
Valsarinn Arnar Sveinn Geirsson er hættur að æfa fótbolta. Í það minnsta tímabundið. Hann tilkynnti liðsfélögum sínum þetta í gær.

"Ég er ekkert að hætta fyrir fullt og allt, ég lít á þetta sem tímabundið frí. Ég þurfti á þessu að halda," sagði Arnar Sveinn í samtali við fótbolta.net sem greinir frá þessari ákvörðun Arnars í dag.

Hinn 21 árs gamli Arnar Sveinn er ein helsta vonarstjarna Vals og það er mikið áfall fyrir Valsmenn að hann sé hættur fótboltaiðkun.

Arnar var mjög efnilegur handboltamaður á sínum tíma en hann er sonur Geirs Sveinssonar, fyrrum landsliðsfyrirliða. Hann ætlar að byrja aftur í handboltanum.

"Það hefur ekki verið eins skemmtilegt í fótboltanum og þetta á að vera. Þegar maður hefur upplifað þetta svona skemmtilegt í mörg ár þá verður þetta eiginlega hundleiðinlegt. Ég mun eitthvað vera að kasta með þeim í Val meðan ég hugsa þetta og til að halda mér í hreyfingu," sagði Arnar Sveinn við fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×