Íslenski boltinn

FH lánar Matthías til Noregs

Matthías í leik gegn Víkingi.
Matthías í leik gegn Víkingi.
Það er nú orðið ljóst að Matthías Vilhjálmsson leikur ekki með FH í sumar. Hann hefur verið lánaður til norska félagsins Start í eitt ár.

Matthías framlengdi samning sinn við FH til ársins 2013 og var í kjölfarið lánaður til Start með ákvæði um kaupsamning.

Ísfirðingurinn fór utan og er þegar búinn að standast læknisskoðun.

Þetta er mikið áfall fyrir FH sem er að missa fyrirliðann sinn og algjöran lykilmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×