Innlent

Vilja lækka vaskinn á barnaföt

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á þingi frumvarp til laga sem myndi lækka virðisaukaskatt á barnafötum og öðrum nauðsynjavörum tengdum barnauppeldi úr 25,5 prósentum í sjö prósent. Í greinargerð með frumvarpinu segir að þegar til lengri tíma sé litið beri að stefna almennt að lækkun virðisaukaskatt þá komi núverandi aðstæður í ríkisbúskapnum í veg fyrir að því markmiði verði náð á kjörtímabilinu.

Bent er á að barnafólk eyði stórum hluta sinna ráðstöfunartekna sinna í að fæða og klæða börn sín og hér á landi séu slíkar vörur dýrar í samanburði við nágrannalöndin. „Það kemur m.a. til af því að víða er virðisaukaskatturinn mun lægri en hér eða enginn, eins og við á um barnaföt í Bretlandi. Þetta hefur leitt til þess að verslunin hefur í nokkrum mæli flust úr landi sem aftur hefur áhrif á íslenska verslun."

Því segja þingmennirnir að með þessari aðgerð væri ótvírætt komið mjög til móts við þennan hóp í samfélaginu sem hefur orðið illa úti í efnahagsþrengingunum. „Um leið mundi verslunin styrkjast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×