Innlent

Fundu kannabisplöntur á eyðibýli

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Lögreglan á Blönduósi, ásamt lögreglunni á Akureyri, fundu 34 kannabisplöntur á eyðibýli á Skaga síðasta þriðjudag.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Blönduósi barst lögreglunni ábending um að fíkniefnaframleiðsla færi fram á eyðibýlinu sem hefur ekki verið í ábúð í mörg ár. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×