Sport

Kúlan skilaði Helgu Margréti í efsta sætið | Tvær greinar eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Mynd/Arnþór
Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir er í efsta sæti eftir þrjár greinar í fyrstu fimmtarþraut sinni á þessu innanhússkeppnistímabili. Helga Margrét er að keppa EAA Permit móti í Tallinn í Eistlandi.

Helga Margrét kastaði 14,74 metra í kúluvarpi og hoppaði úr fjórða sæti upp í það fyrsta. Helga Margrét kastaði meira en metra lengra en þegar hún setti Íslandsmetið sitt í fimmtarþraut árið 2010. Hún er nú á góðri leið með að slá Íslandsmetið sitt.

Helga Margrét byrjaði ekki nógu vel í 60 metra grindarhlaupinu en hefur nú átt tvær fínar greinar í röð, hástökk og kúluvarp. Helga er komin með 2650 stig eftir þrjár greinar en aðeins er eftir keppni í langstökki og 800 metra hlaupi.

Lettinn Lettinn Laura Ikauniece er 28 stigum á eftir Helgu Margréti. Hún byrjaði mótið mjög vel en náði aðeins að kasta kúlunni 11,26 metra. Norska stelpan Ida Marcussen er í 3.sæti 88 stigum á eftir Helgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×