Innlent

Rafmagnslaust á stóru svæði í Reykjavík

Rafmagnslaust er á stóru svæði í Reykjavík, frá Bólstaðarhlíð upp að Veðurstofu Íslands. Verið er að vinna að viðgerð sem getur tekið allt að 45 mínútur, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjvíkur.

Rafmagnsbilunin veldur því að útsendingar útvarpsstöðva 365 liggja niðri. Þá er vandkvæðum bundið að uppfæra Vísi.is en reynt verður eftir fremsta megni að sinna því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×