Innlent

Bænastundir vegna sjóslyssins

Bænastundir voru haldnar vegna sjóslyssins við Noregsstrendur í Grafarvogskirkju og Ytri-Njarðvíkurkirkju í gær. Viðstöddum var gefinn kostur á að tendra ljós og biðja fyrir þeim fjölskyldum sem urðu fyrir áfalli vegna slyssins. Maðurinn sem komst lífs af úr sjóslysinu kom heim til Íslands í gær, en þrír eru taldir af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×