Innlent

Búið að draga í Víkingalottóinu - Íslendingur fær 3 milljónir

Nú er búið að draga í Víkingalottóinu en ekki var hægt að draga á réttum tíma í kvöld vegna tæknilegra örðugleika. Það voru þrír sem hrepptu fyrsta vinningin, en þeir búa í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Þeir fá tæplega 83 milljónir á mann.

Það var þó einn Íslendingur sem hafði heppnina með sér og hlaut 2. vinning. Sá fær rúmar 3 milljónir í sinn hlut en miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni.

Einn Íslendingur var einnig með allar tölurnar í jókernum í réttri röð og fær hann 2 milljónir. Og átta Íslendingar voru með 4 jókertölur í réttri röð, sem gera 100 þúsund krónur á mann.

Tölur kvöldsins: 4 - 14 - 17 - 38 - 39 - 42

Bónustölur: 7 - 16

Ofurtalan: 20

Jókertölur: 5 - 5 - 7 - 8 - 5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×